Bæjarstjórn

3528. fundur 02. maí 2023 kl. 16:00 - 17:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Andri Teitsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista sat fundinn í forföllum Gunnars Más Gunnarssonar.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022

Málsnúmer 2022090397Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti.

Ársreikningur Akureyrarbæjar er borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - samþykktarbreytingar

Málsnúmer 2021041299Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem lagðar verða fram til samþykktar á ársfundi sjóðsins 17. maí nk. og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar tillögur að breytingum á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.

3.Skarðshlíð 20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110175Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20 lauk þann 13. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Norðurorku og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar - A-hluta. Breyting var gerð á tillögunni eftir auglýsingu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð bílastæða frá stofnbraut.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar A-hluta með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Austursíða 6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040398Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Erindi dagsett 13. apríl 2023 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson f.h. Norðurtorgs ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 6 við Austursíðu. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir þriggja hæða skrifstofukjarna ofan á áður samþykkt hús (3. - 5. hæð) og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,7. Meðfylgjandi eru skýringarmynd og deiliskipulagsuppráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Sjafnargata 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100948Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Kynningu á drögum að tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 10. apríl sl.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Grænhól og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 26. apríl 2023:

Lagðar fram til samþykktar reglur um stuðningsþjónustu. Stutt er síðan reglurnar voru samþykktar og nú er um að ræða minniháttar breytingar.

Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um stuðningsþjónustu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um stuðningsþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 2023030812Vakta málsnúmer

Umræða um mögulega innleiðingu Akureyrarbæjar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með áherslu á einstök markmið.

Málshefjandi er Alfa Dröfn Jóhannsdóttir.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska að bóka:

Við skorum á meirihlutann að láta innleiðingu heimsmarkmiðanna, hvort heldur í heild eða að hluta, ekki verða að óyfirstíganlegu verkefni, heldur líta á hvað við erum að gera nú þegar, hvað við getum gert og stíga fyrsta skrefið. Hvert einasta skref skiptir máli og getur jafnvel skipt sköpum. Tökum einn bita af fílnum í einu ef það er það sem þarf til að hefjast handa. Við eigum að leiða, ekki fylgja.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við ítrekum þá afstöðu okkar að Akureyrarbær ætti að hefja formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.


Meirihlutinn óskar bókað:

Meirihlutinn telur að markvisst eigi að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna og horfa til þess sem nú þegar hefur verið gert hjá sveitarfélaginu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er ákall um þátttöku allra og undan því skorast Akureyrarbær ekki. Bæjarráð fól bæjarstjóra að kanna kosti og galla þess að hefja formlega innleiðingu og svara könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafði óskað eftir að yrði gert þann 23. mars síðastliðinn og er beðið eftir niðurstöðu vinnunnar af hálfu sambandsins. Meirihlutinn telur að jafnt og þétt eigi að tengja heimsmarkmiðin stefnum sveitarfélagsins og leggur til að lýðheilsustefna sem hafin er vinna við hafi heimsmarkmiðin að leiðarljósi, ásamt því að aðgerðaáætlun umhverfis- og loftlagsstefnunnar verði tengd markmiðunum. Þannig getur Akureyrarbær hafið innleiðingu heimsmarkmiðanna og lagt sitt lóð á vogarskálarnar.

8.Grófin geðrækt

Málsnúmer 2022090642Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Grófarinnar geðræktar.

Málshefjandi er Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn gerir sér grein fyrir þeirri mikilvægu þjónustu sem Grófin geðrækt sinnir í samfélaginu okkar og samþykkir að gerður verði þjónustusamningur við Grófina geðrækt til þriggja ára. Bæjarstjórn vísar gerð þjónustusamnings til velferðarráðs.

Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur var borin upp til atkvæða.

Fimm greiddu atkvæði með tillögunni, sex greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Meirihlutinn óskar bókað:

Grófin geðrækt er mikilvægur vettvangur fyrir fólk sem glímir við geðraskanir. Starfsfólk velferðarsviðs hefur um nokkurt skeið verið í samtali við forsvarsfólk Grófarinnar um hvort og hvernig sveitarfélagið getur komið að því að styðja við starfsemina. Það samtal er enn í gangi. Meirihlutinn telur eðlilegt að velferðarráð ljúki þeirri vinnu sem hafin er og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. og 27. apríl 2023
Bæjarráð 24. apríl 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 24. apríl 2023
Skipulagsráð 24. apríl 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 18. apríl 2023
Velferðarráð 26. apríl 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:20.