Velferðarráð

1346. fundur 01. desember 2021 kl. 14:00 - 15:20 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022

Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs fyrstu 10 mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

3.Fjárhagsaðstoð 2021

Málsnúmer 2021031923Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit útgjalda fjárhagsaðstoðar fyrstu 10 mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

4.Afskriftir lána 2021-2025

Málsnúmer 2021111395Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um afskriftir lána að upphæð kr. 2.047.854.
Velferðarráð samþykkir tillöguna um afskriftir lána og vísar málinu til bæjarráðs.

5.Sjónarhóll - styrkbeiðni

Málsnúmer 2021110343Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sjónarhóli dagsett 5. nóvember 2021 um styrk að upphæð 1 m.kr.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Stígamót - styrkbeiðni fyrir árið 2022

Málsnúmer 2021110391Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Stígamótum dagsett 3. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir árið 2022.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Fundaáætlun velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um fundi velferðarráðs fyrri hluta árs 2022.
Velferðarráð samþykkti framlagða tillögu um fundaáætlun fyrri hluta ársins 2022.

Fundi slitið - kl. 15:20.