Kostnaðarauki vegna móttöku flóttamanna í skólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021090845

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 56. fundur - 20.09.2021

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram minnisblað vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskóla með ósk um viðauka.
Fræðsluráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til 2. umræðu í fræðsluráði mánudaginn 4. október skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 57. fundur - 04.10.2021

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð samþykkir erindið samhljóða og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 4. október 2021:

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskólum.

Fræðsluráð samþykkir erindið samhljóða og vísar því til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 4. október 2021:

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskólum.

Fræðsluráð samþykkir erindið samhljóða og vísar því til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 14. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 12 milljónir króna vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa hann.