Fræðsluráð

56. fundur 20. september 2021 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þorlákur Axel Jónsson varaformaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Rakel Alda Steinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Therése Möller fulltrúi leikskólakennara
  • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Birna Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Ragnheiðar Lilju Bjarnadóttur.
Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara boðaði forföll.

Í upphafi fundar óskaði varaformaður afbrigða frá útsendri dagskrá um að bæta inn 5. lið, Kostnaðarauki vegna móttöku flóttamanna í skólum - ósk um viðauka.
Óskin var samþykkt samhljóða.

1.Starfsáætlun fræðslusviðs 2022-2025

Málsnúmer 2021081349Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að starfsáætlun fræðslusviðs 2022-2025.
Birna Baldursdóttir L-lista mætti kl.13:40.

2.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022-2025

Málsnúmer 2021090517Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2022-2025.

3.Gjaldskrá fræðslusviðs 2022

Málsnúmer 2021090843Vakta málsnúmer

Tillögur að gjaldskrám fræðslusviðs fyrir árið 2022 lagðar fram til kynningar.

4.Rekstur fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2021030553Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar kynnti stöðu rekstrar fræðslusviðs fyrstu 8 mánuði ársins.

5.Kostnaðarauki vegna móttöku flóttamanna í skólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021090845Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram minnisblað vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskóla með ósk um viðauka.
Fræðsluráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til 2. umræðu í fræðsluráði mánudaginn 4. október skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:30.