Skólastjórafélag Íslands - kjarasamningur 2020-2021, bókun 5

Málsnúmer 2020110842

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 27.11.2020

Kynnt erindi frá Karli Frímannssyni fræðslustjóra dags. 26. nóvember 2020 vegna bókunar 5 í nýgerðum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.
Afgreiðslu frestað.

Kjarasamninganefnd - 4. fundur - 27.04.2021

Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 27. nóvember 2020.

Erindi frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs dagsett 26. nóvember 2020 vegna bókunar 5 í nýgerðum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kjarasamninganefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fræðslusviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við unræður á fundinum.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 07.05.2021

Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 27. apríl 2021.

Erindi frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs dagsett 26. nóvember 2020 vegna bókunar 5 í nýgerðum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Lögð fram erindi dagsett 21. janúar 2021 frá Eyrúnu Skúladóttur og erindi dagsett 16. desember 2020 frá Elíasi Gunnari Þorbjörnssyni.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kjarasamninganefnd hafnar framlögðum erindum þar sem ekki eru forsendur fyrir greiðslum skv. bókun 5 í samningi Skólastjórafélags Íslands í þeim tilvikum sem um ræðir.