Bæjarráð

3705. fundur 12. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:14 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Sameiginlegur fundur öldungaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 2020010596Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar öldungaráðs og bæjarstjórnar dagsett 13. október 2020.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ábendingum um heilsueflingu til frístundaráðs, upplýsingagjöf um tilboð, framsetningu auglýsinga og útgáfu bæklinga á samfélagsmiðlum til samfélagssviðs. Ábendingu um samgöngur milli félagsmiðstöðva er vísað til starfshóps um endurskoðun á leiðakerfi SVA. Aðgengi að heimasíðu er vísað til stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð mun sérstaklega taka fyrir tillögu um tilfærslu á öldungaráði yfir á fjölskyldusvið auk þess að fjalla um ábendingar um verðlagningu og afslætti til eldri borgara. Bæjarráð felur bæjarfulltrúunum Andra Teitssyni, Evu Hrund Einarsdóttur og Sóleyju Björk Stefánsdóttur ásamt sviðsstjóra samfélagssviðs og formanni öldungaráðs að fylgja málunum eftir.

3.Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2020050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2020 þar sem rekstraraðilar kaffihússins í Lystigarðinum sækja um afslátt eða niðurfellingu húsaleigu vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Afgreiðslu frestað.

4.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 138. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. nóvember 2020.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar liðum 1 og 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 2 til Hafnasamlags Norðurlands og lið 3 til skipulagssviðs.

5.Stjórn Hlíðarfjalls - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020378Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stjórnar Hlíðarfjalls dagsett 3. nóvember 2020.

Fundargerðir stjórnarinnar má nálgast á heimasíðu bæjarins: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/stjorn_hlidarfjalls

Fundi slitið - kl. 10:14.