Fræðsluráð

15. fundur 02. september 2019 kl. 13:30 - 15:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
María Aldís Sverrisdóttir fulltrúi Félags leikskólakennara mætti í forföllum Ellýjar Drafnar Kristjánsdóttur.
Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra á leikskóla boðaði forföll.
Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1.Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi

Málsnúmer 2019040026Vakta málsnúmer

Uppfært minnisblað frá starfshópi um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi lagt fram til kynningar.
Ragheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista mætti til fundar kl. 13:43 undir þessum lið.

2.Gjaldskrá fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 2019080550Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá fræðslumála 2020 lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla gjaldskrár fyrir árið 2020 var eftirfarandi:



Gjaldskrá leikskóla var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson fulltrúi D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.



Gjaldskrá frístundar var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.



Gjaldskrá vegna skólafæðis var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá og Rósa Njálsdóttir M-lista var á móti.

Rósa Njálsdóttir M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er stefna og vilji Miðflokksins að fæði verði gefið gjaldfrjálst í grunnskólum bæjarins og því greiði ég atkvæði gegn gjaldskrárhækkunum á fæði í mötuneytum grunnskóla Akureyrarbæjar.

Meirihluti fræðsluráðs lagði fram eftirfarandi bókun:

Kostnaður við gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum er 202 milljónir á ári. Gengið er út frá því að gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum standi undir bæði hráefnis- og rekstrarkostnaði. Gert er ráð fyrir að 2,5% hækkunin sem lögð er fram muni mæta auknum hráefniskostnaði árið 2020.



Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyrir var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.



Fræðsluráð vísar gjaldskránni til bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023

Málsnúmer 2019070631Vakta málsnúmer

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023.
Fræðsluráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023 til seinni umræðu mánudaginn 16. september 2019.



Þuríður S. Árnadóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Lagt er til að ígildi (laun og launatengd gjöld) eins stöðugildis leikskólakennara og grunnskólakennara verði bætt við fjárhagsáætlun fræðslusviðs. Fjármunirnir verði nýttir til þjónustukaupa á sérfræðiþekkingu í list- og verkgreinum til að auðga kennsluaðferðir skólanna. Sérstaklega þær greinar sem ekki eru kenndar og ekki fást kennarar til að kenna s.s. eins og tónlistarkennarar.

Meirihluti fræðsluráðs og Rósa Njálsdóttir M-lista vísa tillögunni til vinnu við endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar.



Þórhallur Harðarson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Lagt er til að í lok skólaárs 2019/2020 verði auglýst aftur eftir sálfræðingi í skólaþjónustuna sem hæfi störf haustið 2020.

Fræðsluráð vísar tillögunni til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023.

Að loknum fræðsluráðsfundi fóru fundarmenn í Árholt, nýja leikskóladeild frá Tröllaborgum, og kynntu sér starfsemina.

Fundi slitið - kl. 15:30.