Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 13. febrúar 2019 vegna samsetningar verkefnahóps um kostnaðar- og sviðsmyndagreiningu á uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að stofnaður verði verkefnahópur um kostnaðar- og sviðsmyndagreiningu um uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á Akureyri.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi í tölvupósti dagsettum 26. febrúar 2019 þar sem Andri Teitsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjaráðs óskar eftir að skipulagsráð tilnefni tvo menn í starfshóp um mat á kostnaði og sviðsmyndum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir að Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Helgi Snæbjarnarson L-lista verði fulltrúar skipulagsráðs.

Frístundaráð - 51. fundur - 06.03.2019

Lögð fram tillaga að skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sbr. framlagt erindisbréf, sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Ráðið samþykkir jafnframt að vinna hópsins verði launuð og óskar því eftir viðauka að upphæð kr. 1.794.000 við fjárhagsáætlun til að mæta þeim kostnaði.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. mars 2019:

Lögð fram tillaga að skipan starfshóps sem hefur það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sbr. framlagt erindisbréf, sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Ráðið samþykkir jafnframt að vinna hópsins verði launuð og óskar því eftir viðauka að upphæð kr. 1.794.000 við fjárhagsáætlun til að mæta þeim kostnaði.
Bæjarráð samþykkir skipan starfshópsins með 5 samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Frístundaráð samþykkti á fundi sínum 6. mars 2019 að óska eftir því við bæjarráð að skipaður yrði starfshópur sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Bæjarráð samþykkti skipan hópsins á fundi sínum 14. mars 2019.

Starfshópurinn hefur lokið sínum störfum og leggur fram skýrslu hópsins um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu og vísar henni til bæjarráðs. Jafnframt er deildarstjóra íþróttamála falið að boða til kynningarfundar með íþróttahreyfingunni mánudaginn 11. nóvember nk.

Bæjarráð - 3661. fundur - 14.11.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hilda Jana vék af fundi við umræðu málsins.

Bæjarstjórn - 3467. fundur - 04.02.2020

Umræða um skýrslu starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja næstu 15 árin.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti skýrsluna.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.

Frístundaráð - 71. fundur - 05.02.2020

Greinargerð frá Sundfélaginu Óðni vegna skýrslu starfshóps um íþróttamannvirki á Akureyri lögð fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3479. fundur - 15.09.2020

Rætt um forgangsröðun verkefna við uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Andri Teitsson kynnti greininguna.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hlynur Jóhannsson, Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að forgangsröðun þverpólitísks hóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri verði höfð til hliðsjónar við undirbúning langtíma fjárfestingaráætlunar bæjarins. Verkefnin voru metin út frá fjárhagslegum og félagslegum forsendum og endurspegla niðurstöður hópsins þá þörf sem er til staðar í bænum. Um tímamótaáætlun er að ræða þar sem horft er til framtíðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri og þeim forgangsraðað. Nú þegar er búið að samþykkja fyrsta verkefnið samkvæmt áætluninni og undirbúningur hafinn á næstu tveimur. Um langtímaáætlun er að ræða og til hliðsjónar verður fjárhagsáætlun hvers tíma.

Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing Akureyrarbæjar og KA vegna uppbyggingar á KA-svæðinu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.