Skóladagatal leik- og grunnskóla 2019-2020

Málsnúmer 2019010117

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 2. fundur - 21.01.2019

Verklag við gerð skóladagatals leik- og grunnskóla lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 3. fundur - 04.02.2019

Lögð var fram til samþykktar tillaga að verklagsreglum fræðsluráðs við gerð skóladagatals leik- og grunnskóla.
Tillagan samþykkt.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fræðsluráð - 4. fundur - 18.02.2019

Samkvæmt verklagsreglum fræðsluráðs vegna staðfestingar skóladagatals skal fræðsluráð ákveða ár hvert:

1. Skólasetningardag allra grunnskóla.

2. Sameiginlega leyfisdaga allra grunnskóla.
Fræðsluráð samþykkir að skólasetningardagur grunnskólanna árið 2019 verði 22. ágúst og sameiginlegt haustfrí verði 17. og 18. október.

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Skóladagatöl grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir árið 2019-2020 lögð fram til kynningar.

Samkvæmt lögum skulu á hverju skólaári vera að lágmarki 180 skóladagar í grunnskólum. Af þeim skulu að lágmarki vera 170 kennsludagar skv. viðmiðunarstundaskrá. Á skóladagatali eru skilgreindir þrenns konar skóladagar þ.e. kennslu- og uppbrotsdagar sem skulu að lágmarki vera 170 og síðan skertir dagar sem að hámarki mega vera 10 talsins.

Í verklagsreglum Akureyrarbæjar er heimilt að hafa tvo s.k. tvöfalda daga í tengslum við árshátíð. Skóladagatal hvers skóla skal leggja fyrir skólaráð til staðfestingar.

Allir grunnskólar uppfylla ofangreind skilyrði.
Fræðsluráð staðfestir skóladagatöl allra grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2019-2020.

Fræðsluráð - 9. fundur - 06.05.2019

Skóladagatöl leikskóla fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2019-2020.

Þórhallur Harðarson, Hlynur Jóhannsson og Þuríður Árnadóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Vinstri grænna vilja ítreka að þau eru mótfallin fjögurra vikna sumarlokun í leikskólum.