Fræðsluráð

3. fundur 04. febrúar 2019 kl. 13:30 - 15:05 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Heimir Haraldsson
 • Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Einar Gauti Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Sveinn Leó Bogason fulltrúi grunnskólakennara
 • Anna Ragna Árnadóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Einar Gauti Helgason V-lista mætti í forföllum Þuríðar Sólveigar Árnadóttur.

1.Eftirfylgd með kennslustundum í list- og verkgreinum

2019010099

Úttekt frá Menntamálastofnun dagsett 3. janúar 2019 um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar lögð fram til umræðu.
Málinu frestað þar til allar upplýsingar liggja fyrir.

2.Skóladagatal leik- og grunnskóla 2019-2020

2019010117

Lögð var fram til samþykktar tillaga að verklagsreglum fræðsluráðs við gerð skóladagatals leik- og grunnskóla.
Tillagan samþykkt.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

3.Spurningakönnun og vettvangsheimsóknir vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum

2018100252

Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 22. janúar 2019 um fyrirhugaða könnun vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum lögð fram til kynningar.Í fjármálaáætlun ríkisins fyrir tímabilið 2018-2022 er sett fram markmið um að skoða gæði og umfang náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Réttur nemenda í grunnskólum til að njóta náms- og starfsráðgjafar er bundinn í lögum nr. 91/2008 um grunnskóla. Lögin segja hins vegar ekki fyrir um í hverju sú þjónusta skuli vera fólgin eða hversu aðgengileg og umfangsmikil þjónustan skuli vera.

Farið verður í vettvangsheimsóknir í fimm grunnskóla á landinu þ.á.m. í Síðuskóla.

4.Áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda

2019010347

Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 23. janúar 2019 um áform stjórnvalda að kennarar afli sér kennsluréttinda í námi sínu óháð tilteknu skólastigi með einu grunnleyfisbréfi. Komin eru inn á samráðsgátt stjórnvalda áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Opið er fyrir samráð og umsagnir til 4. febrúar.

5.Rekstur fræðslumála 2018

2018030030

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar stöðu rekstrar fræðslumála fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 15:05.