Samkeppnishæfni Akureyrarbæjar gagnvart öðrum sveitarfélögum á atvinnumarkaði

Málsnúmer 2018110163

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3444. fundur - 20.11.2018

Umræða um samkeppnishæfni bæjarins á atvinnumarkaði að beiðni Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista.

Berglind Ósk tók til máls og reifaði nauðsyn þess að styrkja stöðu bæjarins á atvinnumarkaði og fjölga íbúum.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Rósa Njálsdóttir, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Þórhallur Jónsson D-lista og Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við óskum eftir því að farið verði í vinnu við að gera samkeppnisgreiningu fyrir Akureyrarbæ til þess að nota til markaðssetningar á bænum, bæði á atvinnu- og íbúamarkaði.

Stjórn Akureyrarstofu - 314. fundur - 25.02.2021

Lagðar fram til kynningar samantektir á niðurstöðum Fyrirtækjaþings sem Akureyrarstofa og SSNE stóðu fyrir í lok janúar og einnig niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem unnin var af Vífli Karlssyni og Helgu Maríu Pétursdóttur.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna áfram að samkeppnisgreiningunni í samvinnu við starfsmenn SSNE. Vinnunni verður lokið fyrir 1. apríl og kemur þá til kynningar hjá stjórninni og öðrum nefndum og ráðum bæjarins.

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu kynnti beinagrind að samkeppnisgreiningu sem unnin hefur verið í samvinnu við SSNE.

Stjórn Akureyrarstofu - 325. fundur - 12.10.2021

Lögð fram drög að samkeppnisgreiningu sem unnin hefur verið í samvinnu við SSNE.

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með framkomin drög og felur starfsmönnum að vinna þau áfram. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Bæjarráð - 3761. fundur - 03.03.2022

Lögð fram drög að samkeppnisgreiningu sem unnin hefur verið í samvinnu við SSNE.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja ný drög fyrir bæjarráð fyrir lok mars.

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Lögð fram lokadrög að samkeppnisgreiningu Akureyrarbæjar sem unnin var í samstarfi við SSNE.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samkeppnisgreininguna og telur mikilvægt að hún verði höfð til hliðsjónar við stefnumótun og í markaðssókn sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að kynna greininguna fyrir starfsfólki og nefndarfólki og tryggja að hún verði uppfærð reglulega.