Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

668. fundur 01. mars 2018 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018020274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga fyrir 5 íbúða raðhúsi á einni hæð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 1. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Furuvellir 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd CFH ehf., kt. 450710-0160, og BH2 ehf., kt. 441011-0240, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af breytingum á húsi nr. 7 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Margrétarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018020444Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Viðburðir - götu- og torgsala - 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2017 þar sem Khattab Al Mohammed sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir matsöluvagn í Hafnarstræti samkvæmt meðfylgjandi mynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og mun afgreiða umsókn um stöðuleyfi þegar nánari útfærsla á söluvagni og rekstrarleyfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 14:00.