Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

636. fundur 22. júní 2017 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Krókeyrarnöf 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á glugga

Málsnúmer 2017060120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2017 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Benedikts Sigurðarsonar sækir um byggingarleyfi til að stækka glugga á geymslu á norðurhlið húss nr. 2 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 82 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017060119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Gunnars Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 82 við Hafnarstræti. Breytingin felur í sér að herbergjum verður bætt við og gert ráð fyrir að allt að 24 manns geti gist í 12 kojum. Gistiskálar á 1. hæð verða viðbót við rekstur gistiskála á efri hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Draupnisgata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, mhl 2

Málsnúmer 2017030593Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Johan Rönning hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á húsi nr. 2 við Draupnisgötu. Húsið er stálgrindarhús á steyptum grunni og verður matshluti 02. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 13. júní 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2017.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Krókeyrarnöf 21 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýli

Málsnúmer BN070473Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnum Opus ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Krókeyrarnöf 21. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Glerárvirkjun II - umsókn um byggingarleyfi fyrir stíflu

Málsnúmer 2017050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Jónas Karlesson fyrir hönd Fallorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stíflumannvirki í Glerárdal vegna Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Karlesson. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Glerárvirkjun II - umsókn um byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi

Málsnúmer 2017060041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Fallorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi við Glerárvirkjun II, Réttarhvammi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 22. júní 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Viðburðir - götu- og torgsala - 2017

Málsnúmer 2016120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2017 þar sem Halldór Sigurðsson fyrir hönd HKS Ráðgjöf ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vagni til konfektgerðarkennslu frá 1. júlí til 31. ágúst 2017. Óskað er eftir leyfi til að hafa vagninn við Hafnarstræti, neðan við Skátagilið.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem öllum langtímastæðum hefur verið úthlutað. Auk þess er mannvirkið byggingarleyfisskylt þar sem um kennslustofu er að ræða.

9.Langahlíð 15 - sameining fastanúmera

Málsnúmer 2017060106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2017 þar sem Jóhann Jónsson og Dagbjört Pálsdóttir sækja um að láta sameina fasteignir 214-8570 og 214-8571 sem báðar tilheyra Lönguhlíð 15. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en sækja þarf um byggingarleyfi með tilskyldum gögnum.

10.Jaðarstún 9-11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi

Málsnúmer 2014080132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson fyrir hönd BB bygginga ehf sækir um leyfi fyrir kerrustæðum fyrir hvora íbúð á lóðinni nr. 9-11 við Jaðarstún samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Umsókn endurnýjuð með tölvupósti 12. júní 2017.
Byggingarfulltrúi getur fallist á að útbúin séu kerrustæði en hafnar úrtöku í kantstein með vísun í vinnureglur um bílastæði.

11.Jaðarstún 13-15 - umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi

Málsnúmer 2014070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson fyrir hönd BB bygginga ehf sækir um leyfi fyrir kerrustæðum fyrir hvora íbúð á lóðinni nr. 13-15 við Jaðarstún samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Byggingarfulltrúi getur fallist á að útbúin séu kerrustæði en hafnar úrtöku í kantstein með vísun í vinnureglur um bílastæði.

12.Daggarlundur 14 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016110007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Gunnlaugur Eiðsson og Halldóra Einarsdóttir óska eftir niðurteknum kantsteini við hús sitt í Daggarlundi 14.
Byggingarfulltrúi hafnar umbeðnu úrtaki í kantstein. Úrtak í kantstein skal gert framan við bílastæði í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti af húsinu.

13.Helgamagrastræti 15 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016110049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. nóvember 2016 þar sem Ásgeir Högnason og Sigurlaug Indriðadóttir með samþykki meðeigenda, sækja um leyfi til að stækka bílastæði um 5 metra á norðurhluta lóðarinnar nr. 15 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi getur fallist á stækkun á bílastæði um tvo metra fyrir íbúð 0201.

14.Hamarstígur 30 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Brynleifur Siglaugsson byggingastjóri framkvæmda við hús nr. 30 við Hamarstíg spyrst fyrir um leyfi til að setja glugga á baðherbergi 2. hæðar hússins. Stærð 78x130.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

15.Grenivellir 14 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016070073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2016 þar sem Sævar Benjamínsson og Júlíus Sævarsson sækja um stækkun á bílastæði á lóð nr. 14 við Grenivelli. Meðfylgjandi er teikning.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem samþykki meðeigenda hefur ekki borist.

16.Urðargil 7 og 9 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016060137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum 7 og við Urðargil. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu með vísun í vinnureglur um bílastæði þar sem fyrir eru tvö stæði fyrir hvora íbúð.

Fundi slitið - kl. 14:45.