Stjórnsýslubreytingar

Málsnúmer 2017030171

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 20.03.2017

Kynntar voru tillögur kjarasamninganefndar um breytingar á skipuriti fræðslusviðs.
Fræðsluráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar kostnaðarauka vegna hennar til bæjarráðs.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri vék af fundi undir 4. lið.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 07.04.2017

Umfjöllun um tillögu að breytingu á skipuriti fræðslusviðs sem samþykkt var á fundi fræðsluráðs 23. mars 2017.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns rekstrardeildar og starf forstöðumanns þjónustu á fræðslusviði.

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 7. apríl 2017:

Umfjöllun um tillögu að breytingu á skipuriti fræðslusviðs sem samþykkt var á fundi fræðsluráðs 23. mars 2017.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns rekstrardeildar og starf forstöðumanns þjónustu á fræðslusviði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar um að greitt verði stjórnendaálag fyrir starf forstöðumanns rekstrardeildar og starf forstöðumanns þjónustu á fræðslusviði.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu stjórnkerfisbreytinga á fræðsluskrifstofu.