Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

635. fundur 15. júní 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Glerárvirkjun II - umsókn um byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi

Málsnúmer 2017060041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi við Glerárvirkjun II, Réttarhvammi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Gleráreyrar 1 - umsókn um sameiningu rýma 09-10

Málsnúmer 2017060046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2017 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd Bravo ehf., kt. 691298-2999, sækir um byggingarleyfi til að sameina rými 09 og 10 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hringteigur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hjólaskýli

Málsnúmer 2017060055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690981-0259, sækir um byggingarleyfi fyrir hjólaskýli við austur inngang á húsi nr. 2 við Hringteig. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Eyrarvegur 12 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2017060066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2017 þar sem Gunnar H. Svavarsson sækir um leyfi til að gera bílastæði vestan við húsið nr. 12 við Eyrarveg. Óskað er eftir að tekið verði af gróðurreit sem er norðan við húsið við hraðahindrun. Sjá meðfylgjandi myndir.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu og leitar álits umhverfis- og mannvirkjasviðs.

5.Hafnarstræti 71 - umsókn um breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017040069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2017 þar sem Björgvin Smári Jónsson fyrir hönd Molbúans ehf., kt. 630516-1290, sækir um leyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 71 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Daggarlundur 8 - umsókn um lóðarveggi

Málsnúmer 2015030175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2016 þar sem Elvar Magnússon, kt. 120184-3269, sækir um leyfi fyrir lóðarvegg milli lóðanna Daggarlundar 8 og 6 sem og milli Daggarlundar 8 og 10. Innkomnar nýjar teikningar 9. febrúar 2017 eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð við Drottningarbraut og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Davíðshagi 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2017030101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 10 við Davíðshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Goðanes 8-10 - umsókn um skiptingu í fimm sjálfstæð bil

Málsnúmer 2017050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Ottó Biering Ottósson fyrir hönd Hallarbjargs ehf., kt. 520517-0570, sækir um leyfi til að skipta húsi nr. 8-10 við Goðanes upp í fimm sjálfstæð bil með sér fastanúmeri. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. júní 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.