Íþróttaráð

202. fundur 15. desember 2016 kl. 13:00 - 14:30 Greifinn
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
  • Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður íþróttahallarinnar, íþróttahúss síðuskóla, íþróttamiðstöðvar giljaskóla, íþróttamiðstö
  • Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugar akureyrar
  • Guðmundur Karl Jónsson forstöðurmaður hlíðarfjalls
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Þetta er seinasti fundur íþróttaráðs. Nýtt heiti samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017 verður frístundaráð.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.

1.Skautafélag Akureyrar - ósk um styrk vegna búningakaupa kvennaliðs SA

Málsnúmer 2016120019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Skautafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna treyjukaupa meistaraflokks kvenna.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Birna Baldursdóttir L-lista mætti til fundarins kl. 13:28 eftir afgreiðslu fyrsta dagskrárliðar.

2.Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM kvenna á Akureyri 2017.

Málsnúmer 2016120020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrkjum frá Akureyrarbæ vegna heimsmeistaramóts kvenna sem verður á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017.
Íþróttaráð samþykkir óskir Íshokkísambands Íslands um aðgang að sundlaugum Akureyrar og Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra í samstarfi við Skautafélag Akureyrar að skoða ósk um kostnað við leigu, breytingar á húsnæði og rekstur skautahallarinnar á meðan á mótinu stendur.

Íþróttaráð vísar öðrum óskum um aðkomu bæjarins að mótinu til bæjarráðs.



3.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn um tillögur skipulagsstjóra að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Seinni umræða.
Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra að koma athugasemdum ráðsins á framfæri til skipulagsstjóra.

4.Íþróttaráð 2016 - ýmis og önnur mál

Málsnúmer 2016020029Vakta málsnúmer

Síðasti fundur íþróttaráðs sem sameinast samfélags- og mannréttindaráði í frístundaráð á nýju ári.
Íþróttaráð þakkar farsælt og gott samstarf innan ráðsins sem og við starfsmenn deildarinnar.

Íþróttaráð óskar nýju ráði velfarnaðar og öllum Akureyringum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 14:30.