Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að styrktarsamningi fyrir árin 2016-2018.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin og felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Lagður fram til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Skátafélagsins Klakks.

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Jóhann Malmquist félagsforingi Klakks mætti á fundinn. Samningur við Skátafélagið Klakk rennur út um næstu áramót. Samkvæmt núgildandi samningi hafði félagið heimild til að selja skátaheimilið Hvamm við Hafnarstræti 49 og nýta andvirði sölunnar til uppbyggingar félagsins. Ráðstöfun söluandvirðis er þó háð samþykki frístundaráðs.
Fyrirhugað er að ráðstafa söluandvirði Hvamms til að byggja nýjan skála félagsins í Fálkafelli þar sem núverandi skáli er ónýtur. Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða ráðstöfun en óskar eftir því að fá frekari upplýsingar þegar fyrir liggur kostnaðaráætlun um verkið.

Frístundaráð þakkar Jóhanni fyrir veittar upplýsingar.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Skátafélagið Klakk 2019 - 2021.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Samningur við Skátafélagið Klakk lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 8 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Samningur við Skátafélagið Klakk lagður fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun frístundaráðs.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Ársskýrsla og ársreikningur Skátafélagsins Klakks fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Ársskýrsla og ársreikningur Skátafélagsins Klakks fyrir árið 2020 lagt fram til kynningar.