Frístundaráð

35. fundur 22. ágúst 2018 kl. 12:00 - 14:05 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Viðar Valdimarsson M-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Skátafélagið Klakkur - styrktarsamningur

Málsnúmer 2016110061Vakta málsnúmer

Jóhann Malmquist félagsforingi Klakks mætti á fundinn. Samningur við Skátafélagið Klakk rennur út um næstu áramót. Samkvæmt núgildandi samningi hafði félagið heimild til að selja skátaheimilið Hvamm við Hafnarstræti 49 og nýta andvirði sölunnar til uppbyggingar félagsins. Ráðstöfun söluandvirðis er þó háð samþykki frístundaráðs.
Fyrirhugað er að ráðstafa söluandvirði Hvamms til að byggja nýjan skála félagsins í Fálkafelli þar sem núverandi skáli er ónýtur. Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða ráðstöfun en óskar eftir því að fá frekari upplýsingar þegar fyrir liggur kostnaðaráætlun um verkið.

Frístundaráð þakkar Jóhanni fyrir veittar upplýsingar.

2.Íþróttahús Glerárskóla - íþróttagólf

Málsnúmer 2018070379Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem mótmælt er framkvæmdaleysi í íþróttahúsi Glerárskóla.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA mættu á fundinn undir þessum lið.
Til umræðu var frestun á framkvæmdum við endurnýjun á íþróttagólfi í íþróttahúsi Glerárskóla. Frístundaráð hvetur til þess að vinnu við framtíðarskipulag við Glerárskóla verði flýtt eins og kostur er þannig að tryggt verði að skipt verði um íþróttagólf sumarið 2019 sem og farið verði í aðrar nauðsynlegar framkvæmdir sem því fylgir sbr. endurbætt hljóðvist og ný loftræsting.

3.Skautafélag Akureyrar - endurnýjun gáma við Skautahöll

Málsnúmer 2018080410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðkomu frístundaráðs að endurnýjun gáma við suðurenda skautahallarinnar. Gámarnir eru notaðir sem búningsaðstaða fyrir iðkendur. Áætlaður kostnaður við endurnýjun er rúmar 3 milljónir.

Helgi Rúnar Bragason sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.

4.Jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi

Málsnúmer 2018020173Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við RHA vegna jafnréttisúttektar á íþróttastarfsemi. Markmið verkefnisins er að gera jafnréttisúttekt á íþróttastarfi á Akureyri. Í því felst að meta jafnrétti kynjanna þegar kemur að íþróttaiðkun barna- og ungmenna (18 ára og yngri) hjá íþróttfélögum á Akureyri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Arnar Þór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

5.Norrænt jafnréttisverkefni 2018 - 2020

Málsnúmer 2018080409Vakta málsnúmer

Akureyrarbær hefur verið í samstarfi við sveitarfélög í Noregi og Svíþjóð um jafnréttisverkefni. Í ár var Akureyrarbær aðili að umsókn til norrænu ráðherranefndarinnar þar sem sótt var um styrk til að rannsaka kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Styrkur fékkst í verkefnið að upphæð 400.000 DKK. Jafnréttisstofa við háskólann í Adger, Noregi heldur utan um verkefnið.
Frístundaráð fagnar því að farið verði í þetta verkefni og samþykkir að tilnefna Arnar Þór Jóhannesson sem tengilið ráðsins við verkefnið.

6.Samfélagssvið - fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060438Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi 2019 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:05.