Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

692. fundur 13. september 2018 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Víðimýri 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kvisti og breytingu á gluggum

Málsnúmer 2018040124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Jónas Vigfússon fyrir hönd Hrafnkels Reynissonar og Lilju K. Bjarnadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir kvisti og breytingu á gluggum á húsi nr. 3 við Víðimýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Vigfússon. Innkomnar nýjar teikningar 12. september 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Beykilundur 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017080048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2018 þar sem Sigurður Steingrímsson og Kristjana Friðriksdóttir sækja um breytingu á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 12. september 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erinidð.

3.Kristjánshagi 8a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 8a við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðs á skiptingu íbúðastærða í húsinu.

4.Kristjánshagi 8b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 8b við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir áliti skipulagsráðs á skiptingu íbúðastærða í húsinu.

5.Kaupvangsstræti 8-12, Listasafnið - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og fleiru í húsi nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

6.Stekkjartún 32-34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af fjölbýlishúsi nr. 32-34 við Stekkjartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um frest

Málsnúmer 2016120158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2018 frá Haraldi Árnasyni þar sem hann fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um framlengingu á byggingarfresti til 1. desember 2018 fyrir hús á lóðinni Geirþrúðarhagi 4. Beiðnin er til komin vegna nýsamþykktra breytinga á deiliskipulagi sem ekki hefur tekið gildi og endanleg hönnun því skammt á veg komin.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:15.