Fjárhagsáætlun 2017- velferðarráð

Málsnúmer 2016080074

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Lögð fram gögn varðandi vinnuáætlun og tímaáætlun við fjárhagsáætlun ársins 2017.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Framkvæmdastjórar gerðu stuttlega grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Velferðarráð - 1236. fundur - 21.09.2016

Lagðar fram tillögur að fjárhagsáætlun ársins 2017 fyrir búsetudeild, fjölskyldudeild og Öldrunarheimili Akureyrarbæjar.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetudeildar, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild, Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur að fjárhagsáætlun og vísar þeim til bæjarráðs.

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Lögð fram uppfærð tillaga að fjárhagsáætlun búsetusviðs fyrir árið 2017 ásamt greinargerð, yfirliti yfir breytingar frá fyrri umræðu og uppfærðri starfsáætlun.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum.

Guðlaug Kristinsdóttir yfirgaf fundinn kl. 16:30.

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Fjárhagsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar og farið yfir breytingar sem orðið hafa frá þeim tillögum sem velferðarráð samþykkti.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs mætti á fundinn.
Dan Jens Brynjarssyni þakkað fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Lagt fram yfirlit um breytingu á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs vegna flutnings skólaþjónustu til fræðslusviðs.
Velferðarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2017.

Bæjarráð - 3550. fundur - 30.03.2017

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. mars 2017:

Lagt fram yfirlit um breytingu á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs vegna flutnings skólaþjónustu til fræðslusviðs.

Velferðarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.