Lögð fram uppfærð tillaga að fjárhagsáætlun búsetusviðs fyrir árið 2017 ásamt greinargerð, yfirliti yfir breytingar frá fyrri umræðu og uppfærðri starfsáætlun.
Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Fjárhagsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar og farið yfir breytingar sem orðið hafa frá þeim tillögum sem velferðarráð samþykkti.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs mætti á fundinn.