Bæjarstjórn

3403. fundur 06. desember 2016 kl. 16:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Í upphafi fundar minntist forseti fyrrverandi bæjarfulltrúa.

Guðmundur Stefánsson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést 18. nóvember sl. 64 ára að aldri. Guðmundur var fæddur í Reykjavík 10. apríl 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972. Eftir stúdentspróf kenndi Guðmundur m.a. á Núpi í Dýrafirði en hélt síðan til Noregs árið 1975 þar sem hann lauk prófi í búnaðarhagfræði frá Landbúnaðarháskólanum í Ási 1979. Að námi loknu hóf hann störf hjá Bændasamtökunum í Reykjavík. Guðmundur flutti til Akureyrar árið 1986 þar sem hann var framkvæmdastjóri Ístess hf. og síðan fóðurverksmiðjunnar Laxár.
Guðmundur var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á árunum 1994-1997. Hann var fulltrúi í bæjarráði og formaður atvinnumálanefndar.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Hafdís Jónsdóttir.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Guðmundar Stefánssonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Guðmundar Stefánssonar með því að rísa úr sætum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í velferðarráði og skólanefnd.

Erla Björg Guðmundsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í velferðarráði í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur og verður jafnframt formaður nefndarinnar.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í skólanefnd í stað Loga Más Einarssonar og verður jafnframt formaður nefndarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um skipan í velferðarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu á tillögu um skipan í skólanefnd. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 5 atkvæðum gegn 5 og féll því á jöfnum atkvæðum. Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillaga S-lista um skipan í skólanefnd var borin upp til atkvæða og var hún samþykkt með 6 atkvæðum meirihlutans, 5 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

2.Miðbær, Kaupvangsstræti 8, 10 og 12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. nóvember 2016:

Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn vegna breytinga á lóðum nr. 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu á fundi 10. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt 12. september og var athugasemdafrestur til 10. október 2016.

Ein athugasemd barst.

1) Agnes Harpa Jósavinsdóttir, dagsett 9. okóber 2016.

a) Gerð er athugasemd við að ekki komi fram á uppdrætti hvar göngutenging frá Gilsbakkavegi á að koma og hvernig hún mun líta út.

b) Gerð er athugasemd við að eigendur Gilsbakkavegar 1 hafi ekki fengið grenndarkynninguna.

c) Gilsbakkavegurinn er þröngur með talsverða umferð gangandi og akandi þó engin gangstétt sé til staðar.

Gæta þarf að því að ný göngutenging auki ekki á þá slysahættu sem nú þegar er af sambúð akandi og gangandi í götunni.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 16. nóvember 2016

Á svæðinu eru lagnir allrar veitna.

Framkvæmdir við sjálfa tengibygginguna hafa þó ekki sýnileg áhrif á veitulagnir hjá Norðurorku.

Hins vegar er tekið fram að einnig standi til að gera breytingar á aðalinngangi safnsins og koma fyrir nýjum inngangi frá Gilsbakkavegi.

Mikið er af veitulögnum við núverandi aðalinngang og tenging vatnsveitu er inn í húsið frá Gilsbakkavegi.

Nauðsynlegt er að Fasteignir Akureyrarbæjar geri samning við Norðurorku vegna mögulegra framkvæmda við færslu og/eða breytingar á lögnum og kostnaði vegna þess.

Svar við athugasemd.

a) Göngutengingar inn á lóðir eru ekki viðfangsefni deiliskipulags og er göngutengingin því ekki sýnd, né útfærsla á henni en hún mun verða nánar útfærð í byggingarleyfisumsókn eins og við aðrar byggingar.

b) Eigendur Gilsbakkavegar 1 fengu grenndarkynninguna senda í kjölfar innkominnar athugasemdar og var gefinn 4 vikna frestur til að koma með athugasemdir.

c) Ekki er talið að umferð um Gilsbakkaveginn muni aukast að nokkru marki, en útfærsla verður skoðuð nánar og er vísað til skipulagsdeildar í samráði við framkvæmdadeild.

Skipulagsnefnd vísar umsögn Norðurorku til Fasteigna Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Berþóru Þórhallsdóttur og Gunnars Gíslasonar D-lista.

3.Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. nóvember 2016:

Deiliskipulagsbreyting fyrir Hótel Kjarnalund var auglýst frá 28. september til 9. nóvember 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Norðurorka, dagsett 17. október 2016.

Breyting á deiliskipulagi hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku en aukið byggingamagn kann að hafa áhrif og nauðsynlegt að lóðarhafi fari í samningaviðræður við Norðuroku vegna þessa.

Lóðarhafi ber kostnað við færslu á heimlögnum.

Húsið er ekki tengt fráveitu Norðuroku heldur rotþró í eigu húseiganda.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á skipulagsreitnum og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á skilmála sem fram koma í innsendum umsögnum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. nóvember 2016:

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga á reit nr. 19.17. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 26. október 2016 að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 24. nóvember 2016 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Álagning gjalda - útsvar 2017

Málsnúmer 2016110138Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 1. desember 2016:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2017 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu, 14,52%, fyrir árið 2017 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 1. desember 2016:

Lagður fram viðauki nr. 4.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Kjararáð - úrskurður um þingfararkaup

Málsnúmer 2016110060Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. nóvember 2016:

Umræður um nýlegan úrskurð kjararáðs um þingfararkaup.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð Akureyrar beinir því til Alþingis að bregðast við ákvörðun kjararáðs um þingfararkaup með tilliti til aðstæðna á vinnumarkaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ekki verði gerðar breytingar á launum kjörinna fulltrúa og nefndafólks í samræmi við úrskurð kjararáðs í lok október sl. á meðan Alþingi hefur ekki fjallað um málið.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Samstarf og sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2016120012Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um samstarf og sameiningu sveitarfélaga.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna. Lögð er áhersla á að öll sveitarfélögin gangi óbundin til þessarar könnunar, en bæjarstjórn telur mikilvægt að taka umræðuna og skoða kosti og galla og standa að málefnalegri umræðu meðal íbúa á svæðinu.


Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með 9 atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá og Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista var fjarverandi þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

9.Aukafundur bæjarstjórnar

Málsnúmer 2015030118Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði til að haldinn yrði aukafundur í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þriðjudaginn 13. desember nk.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 17. og 24. nóvember og 1. desember 2016
Atvinnumálanefnd 23. nóvember 2016
Bæjarráð 17., 24. og 29. nóvember og 1. desember 2016
Framkvæmdaráð 21. nóvember 2016
Íþróttaráð 17. nóvember 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 15. nóvember 2016
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 21. nóvember 2016
Skipulagsnefnd 30. nóvember 2016
Skólanefnd 7. nóvember 2016
Stjórn Akureyrarstofu 28. nóvember og 1. desember 2016
Velferðarráð 16. nóvember2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið.