Naustaskóli - breytingar vegna áforma um að staðsetja til frambúðar tvær deildir Naustatjarnar í Naustaskóla

Málsnúmer 2015040081

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tekur jákvætt í erindið en ljóst er að það rúmast ekki innan framkvæmdaáætlunar ársins 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 261. fundur - 08.05.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 8. maí 2015:

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Dagur Fannar Dagsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fjárveitingu til verksins að upphæð kr. 14.000.000 og að gerður verði viðauki sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls, því ég tel að hægt sé að leysa þetta verkefni með öðrum hætti, sem ekki kallar á þær framkvæmdir sem hér er verið að samþykkja að fara í.

Bæjarstjórn - 3375. fundur - 02.06.2015

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. maí 2015:

6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 8. maí 2015:

Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Dagur Fannar Dagsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir fjárveitingu til verksins að upphæð kr. 14.000.000 og að gerður verði viðauki sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls, því ég tel að hægt sé að leysa þetta verkefni með öðrum hætti, sem ekki kallar á þær framkvæmdir sem hér er verið að samþykkja að fara í.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

Við undirritaðir bæjarfulltrúar leggjum til við bæjarstjórn að þessum lið verði vísað aftur til skólanefndar og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, þar sem við teljum að það þurfi að kanna betur hvort ekki megi leysa þetta verkefni á annan hátt, þannig að ekki þurfi að gera fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Naustaskóla. Þá teljum við að ekki liggi fyrir endanlegur kostnaðarútreikningur m.a. vegna breytinga á öðrum rýmum skólans sem gera þarf í kjölfar á breyttri notkun húsnæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Edwards Hákonar Huijbens V-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Gunnars Gíslasonar D-lista, Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.


Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 6 samhljóða atkvæðum.

Edward Hákon Huijbens V-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.