7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. maí 2015:
6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 8. maí 2015:
Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Dagur Fannar Dagsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fjárveitingu til verksins að upphæð kr. 14.000.000 og að gerður verði viðauki sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls, því ég tel að hægt sé að leysa þetta verkefni með öðrum hætti, sem ekki kallar á þær framkvæmdir sem hér er verið að samþykkja að fara í.