Bæjarstjórn

3375. fundur 02. júní 2015 kl. 16:00 - 21:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Margrét Kristín Helgadóttir
 • Bjarki Ármann Oddsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Edward Hákon Huijbens
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Bjarki Ármann Oddsson S-lista mætti í fjarveru Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í fjarveru Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

Í upphafi fundar bauð forseti Edward Hákon Huijbens V-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn á kjörtímabilinu.

Því næst leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 10. lið í útsendri dagskrá - Skýrsla bæjarstjóra - og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2015-2016

Málsnúmer 2015010081Vakta málsnúmer

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Matthías Rögnvaldsson 8 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Matthías Rögnvaldsson réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Sigríði Huld Jónsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.

Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason 10 atkvæði, 1 seðill var auður.
Lýsti forseti Gunnar Gíslason réttkjörinn sem 2. varaforseta.

3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Sóley Björk Stefánsdóttir

og varamanna:
Silja Dögg Baldursdóttir
Margrét Kristín Helgadóttir

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2.Kosning bæjarráðs til eins árs 2015-2016

Málsnúmer 2015010082Vakta málsnúmer

Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
Logi Már Einarsson varaformaður
Matthías Rögnvaldsson
Gunnar Gíslason
Margrét Kristín Helgadóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi

og varamanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Sigríður Huld Jónsdóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Edward Hákon Huijbens varaáheyrnarfulltrúi

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3.Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst - 2015

Málsnúmer 2015010083Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2015:
Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2015 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Naustaskóli - breytingar vegna áforma um að staðsetja til frambúðar tvær deildir Naustatjarnar í Naustaskóla

Málsnúmer 2015040081Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. maí 2015:
6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 8. maí 2015:
Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Dagur Fannar Dagsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fjárveitingu til verksins að upphæð kr. 14.000.000 og að gerður verði viðauki sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls, því ég tel að hægt sé að leysa þetta verkefni með öðrum hætti, sem ekki kallar á þær framkvæmdir sem hér er verið að samþykkja að fara í.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Við undirritaðir bæjarfulltrúar leggjum til við bæjarstjórn að þessum lið verði vísað aftur til skólanefndar og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, þar sem við teljum að það þurfi að kanna betur hvort ekki megi leysa þetta verkefni á annan hátt, þannig að ekki þurfi að gera fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Naustaskóla. Þá teljum við að ekki liggi fyrir endanlegur kostnaðarútreikningur m.a. vegna breytinga á öðrum rýmum skólans sem gera þarf í kjölfar á breyttri notkun húsnæðisins.
Edward Hákon Huijbens V-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista.

Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Edwards Hákonar Huijbens V-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Gunnars Gíslasonar D-lista, Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 6 samhljóða atkvæðum.
Edward Hákon Huijbens V-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Norður-Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. maí 2015:
Tillaga að deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta, var auglýst frá 11. febrúar með athugasemdafresti til 25. mars 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Tillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti dagsettum 27. maí 2015 og í greinargerð dagsettri 27. maí 2015.
Einnig fylgir tillögunni húsakönnun, dagsett 16. apríl 2015.
Kostnaðarútreikningur framkvæmdadeildar vegna framkvæmda innan skipulagssvæðisins liggur fyrir.
Þrjár umsagnir og fimm athugasemdir bárust innan athugasemdatíma. Í framhaldi af kynningarfundi 5. nóvember 2014 bárust tvær athugasemdir.
Umsagnir og athugasemdir má sjá í fylgiskjali merktu 'Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015'.
Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu 'Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015'. Tekið er tillit til hluta athugasemda nr. 3 og nr. 7 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Einnig vakti Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

6.Naustahverfi, reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015050039Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. maí 2015:
Erindi dagsett 7. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Bókhalds og ráðgjafar Auditor ehf., kt. 440302-3270, sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf.
Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Ágúst Hafsteinsson frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Naustahverfi, reitur 28, Krókeyrarnöf 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015010183Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. maí 2015:
Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar, kt. 121156-2459, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.
Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

8.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2015 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.
Logi Már Einarsson bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.

9.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2015 - framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og gerði grein fyrir starfsáætlunum nefndanna.
Almennar umræður.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 15., 22. og 28. maí 2015
Atvinnumálanefnd 20. maí 2015
Bæjarráð 21. og 28. maí 2015
Íþróttaráð 21. maí 2015
Kjarasamninganefnd 12. maí 2015
Skipulagsnefnd 27. maí 2015
Skólanefnd 18. maí 2015
Velferðarráð 20. maí 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 21:40.