Bæjarstjórn

3371. fundur 07. apríl 2015 kl. 16:00 - 17:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Dagur Fannar Dagsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár bauð forseti Baldvin Valdemarsson D-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

Baldvin Valdemarsson D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Dagur Fannar Dagsson L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í velferðarráði svohljóðandi:
Svava Þórhildur Hjaltalín, kt. 241163-3269, tekur sæti aðalmanns í stað Oktavíu Jóhannesdóttur, kt. 241058-4419.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, kt. 070981-4599, tekur sæti varamanns í stað Svövu Þórhildar Hjaltalín, kt. 241163-3269.
Bæjarstjórn samþykkir tilöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi

Málsnúmer 2015030233Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Margréti Kristínu Helgadóttur Æ-lista þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá og með 31. mars til og með 28. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða beiðni Margrétar Kristínar Helgadóttur með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Miðbær Akureyrar - breyting á skilmálum deiliskipulagsins

Málsnúmer 2015030188Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Formaður skipulagsnefndar lagði fram tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar', dagsetta 25. mars 2015 sem unnin er af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Um er að ræða breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 og eru eftirfarandi:
5.3 Hönnun og uppdrættir vegna nýbygginga, viðbygginga og breytinga á eldra húsnæði.
'Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form, eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta.
Áður en aðaluppdrættir vegna nýbygginga eru lagðir fram skal leggja fram forteikningar, m.a. þrívíðar sem gefa með greinargóðum hætti grein fyrir ofantöldum atriðum. Ekki er þörf á slíku þegar um er að ræða viðbyggingu eða breytingar á formi eða útliti á eldra húsnæði.
Allar breytingar á friðuðum húsum og húsum eldri en 100 ára og nánasta umhverfi þeirra, eftir því sem við á, eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands.'
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á skilmálatexta í kafla 5.3 í greinargerð deiliskipulags 'Miðbæjar Akureyrar' og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað varðandi málsmeðferð. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að breytingin á skilmálum deiliskipulagsins verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting vegna frístundabyggðar við Búðargil

Málsnúmer 2015020045Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Skipulagslýsing var auglýst 4. mars á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Auglýsing birtist 5. mars í Akureyri vikublaði. Frestur til að skila inn ábendingum var til 20. mars 2015.
Ábendingar bárust frá:
1) Sjúkrahúsið á Akureyri, Bjarni Jónasson, dagsett 10. mars 2015.
Hönnun nýrrar aðkomu að sjúkrahúsinu, endurstaðsetningu bílastæða og þyrlupalls má ekki setja skorður sem og frekari nýtingu lóðarinnar til sjúkrahúss- og heilbrigðisstarfsemi til lengri framtíðar. Fyrirhugaðar breytingar munu takmarka það svigrúm og er þeim harðlega mótmælt.
2) Skipulagsstofnun, dagsett 12. mars 2015.
Ekki eru gerðar athugasemdir. Bent er á að leita þarf umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri og kynna skal tillöguna á vinnslustigi.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem unnin er af Árna Ólafssyni, frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsetta 25. mars 2015.
Svör við athugasemdum við lýsingu:
1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir forstjóra Sjúkrahúss Akureyrar og hafnar beiðni umsækjanda um stækkun lóðar til norðurs.
2) Leitað hefur verið eftir umsögn Sjúkrahússins á Akureyri um tillöguna sbr. ofangreint.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi Búðargils (sjá málsnr. 2014090264) og breytingartillaga að deiliskipulagi Innbæjarins.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

5.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 - fyrri umræða

Málsnúmer 2014120127Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. mars 2015:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2014.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 19. og 26. mars 2015
Bæjarráð 19. og 26. mars 2015
Framkvæmdaráð 20. mars 2015
Íþróttaráð 19. mars 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 19. og 26. mars 2015
Skipulagsnefnd 25. mars 2015
Skólanefnd 16. mars 2015
Stjórn Akureyrarstofu 19. mars 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 20. mars 2015
Velferðarráð 18. mars 2015


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:27.