Eyrarlandsvegur, Sak C-álma - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060216

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 500. fundur - 09.07.2014

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Óskað er eftir heimild til að hefja niðurrif veggja í álmunni.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir niðurrifi í C-álmu skv. meðfylgjandi uppdrætti mótteknum 27. júní 2014.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 505. fundur - 21.08.2014

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Innkomin brunahönnun eftir Böðvar Tómasson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 520. fundur - 04.12.2014

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á C-álmu SAk við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin brunahönnun eftir Böðvar Tómasson dagsett 17. nóvember 2014. Innkomnar teikningar 27. nóvember 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 563. fundur - 12.11.2015

Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 5802-2229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Sjúkrahúsinu á Akureyri að Eyrararlandsvegi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 566. fundur - 03.12.2015

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á B-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 25. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 597. fundur - 18.08.2016

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um að gera nýja glugga á 3. hæð C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 598. fundur - 25.08.2016

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um að gera nýja glugga á 3. hæð C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 19. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 642. fundur - 10.08.2017

Erindi dagsett 25. júlí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um leyfi til að innrétta rými fyrir Apótek SAk í þakbyggingu á C-álmu ásamt stækkun hæðarinnar með millibyggingu að þakhæð B-álmu húss SAk á Eyrarlandstúni. Jafnframt er sótt um að rífa loftræsiklefa á þakhæð B-álmu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 649. fundur - 12.10.2017

Erindi dagsett 25. júlí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd SAk Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir leyfi til að innrétta rými fyrir Apótek SAk í þakbyggingu á B-álmu ásamt stækkun á loftræsirými á þaki C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 4. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 756. fundur - 31.01.2020

Erindi dagsett 21. janúar 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af apóteki og tæknirými á 3. hæð C-álmu Sjúkrahússins á Akureyri á Eyrarlandstúni. Einnig á að fjölga gluggum í apóteki og breyta flóttaleiðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.