Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

598. fundur 25. ágúst 2016 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kristjánshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júlí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Kristjánshaga samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Harald S. Árnason. Mótteknar lagfærðar teikningar 25. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Norðurgata 34 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016060057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Björgvins Sigurjónssonar og Rúnars Hjörleifssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi nr. 34 við Norðurgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason ásamt samþykki meðeiganda og nágranna. Innkomnar teikningar 23. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Eyrarlandstún SAk B og C-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um að gera nýja glugga á 3. hæð C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 19. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Norðurslóð 4 - umsókn um breytingar á 3. hæð - austurálmu

Málsnúmer 2016080054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. ágúst 2016 þar sem Gunnar Bogi Borgarsson fyrir hönd Reita II, kt. 670492-2069, sækja um breytingar á 3. hæð austurálmu við Norðurslóð 4. Mótteknar teikningar eftir Gunnar Boga Borgarsson 15. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Daggarlundur 8 - umsókn um lóðarvegg

Málsnúmer 2016080062Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 18. ágúst 2016 þar sem Elvar Magnússon sækir um leyfi til að byggja 1,2 metra háan lóðarvegg á lóðarmörkum Daggarlundar 8 og aðliggjandi opnu svæði Akureyrarbæjar. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Helgi Már Pálsson hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar gefur samþykki fyrir staðsetningu veggjarins.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Freyjunes 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2016070065Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. júlí 2016 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Bílasölu Akureyrar ehf., kt. 531294-2469, sækir um leyfi til að setja upp skilti við Freyjunes 2. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin teikning 23. ágúst 2016.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.