Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

566. fundur 03. desember 2015 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur, Sak B-álma - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á B-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 25. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Réttarhvammur lnr. 149274 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015050051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. nóvember 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús við Réttarhvamm, lnr. 149274. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hafnarstræti 45 - umsókn um að breyta húsi í eina íbúð

Málsnúmer 2015110032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sigurðar Karls Jóhannssonar skilar inn reyndarteikningum og sækir um að breyta húsi nr. 45 við Hafnarstræti í eina íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 25. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Njarðarnes 3-7 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015040068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Trésmiðjunar Barkar ehf., kt. 630186-1619, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 3-7 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 27. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Helgamagrastræti 12 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2014110019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2015 í tölvupósti þar sem Guðbjörg Thorsen og Birgir Wendel óska eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir 20 feta gám við Helgamagrastræti 12 vegna viðgerða á húsinu.

Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir beiðninni og ljósmyndir sem sýna hvar þörf er á viðgerðum á húsinu.
Skipulagsstjóri veitir stöðuleyfi fyrir gáminn til 1. ágúst 2016.

6.Gránufélagsgata 4 - breytingar innanhúss og skilti

Málsnúmer 2015110115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2015 þar sem Guðni Hannes Guðmundsson f.h. Langabúrs ehf., kt. 461115-0200, sækir um breytingar innanhúss og skilti á hús nr. 4 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson ásamt samþykki eiganda og meðeigenda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Höfðahlíð 1 - umsókn um breytta skráningu fasteignar

Málsnúmer 2015050017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2015 þar sem Valdemar Pálsson og Katrín Ösp Jónsdóttir sækja um breytta skráningu fasteignar í húsi nr. 1 við Höfðahlíð þ.e. að sameina eignir 0001 og 0202.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Breytingin mun taka gildi þegar þinglýst hefur verið nýjum eignaskiptasamningi.

8.Ráðhústorg 5 - gisting - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015110106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110 sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæði í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Ráðhústorg 5 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015060152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt 510412-0360, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Ráðhústorgi 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Hafnarstræti 91 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. og 4. hæð.

Málsnúmer 2013100295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2015 þar sem Logi Einarsson f.h. Reita fasteignafélags hf., kt. 711208-0700, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 91 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:15.