Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

756. fundur 31. janúar 2020 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geislagata 9 - tilkynnt framkvæmd á 4. hæð

Málsnúmer 2018120152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, tilkynnir um framkvæmdir á 4. hæð í húsinu nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún samræmist skipulagsáætlunum og sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í gr. 2.3.5. byggingarreglugerðar.

2.Geirþrúðarhagi 6A - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019050249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Geirþrúðarhaga 6 ehf., kt. 690519-0970, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 6A við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 29. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Geirþrúðarhagi 6B - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019050251Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Geirþrúðarhaga 6 ehf., kt. 690519-0970, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 6B við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 29. janúar 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Strandgata 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019090554Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 33 við Strandgötu. Sótt er um að breyta innra skipulagi á rishæð, breyta þaki á stigauppgöngu að norðan og útbúa svalir á vesturgafl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson og umsögn Minjastofnunar Íslands. Erindið var grenndarkynnt og afgreitt jákvætt af skipulagsráði.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Eyrarlandstún SAk B og C-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. janúar 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af apóteki og tæknirými á 3. hæð C-álmu Sjúkrahússins á Akureyri á Eyrarlandstúni. Einnig á að fjölga gluggum í apóteki og breyta flóttaleiðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Viðburðir - götu- og torgsala 2020

Málsnúmer 2019100131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. desember 2019 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson fyrir hönd GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um stöðuleyfi fyrir pylsusöluvagn við Sundlaug Akureyrar. Meðfylgjandi er samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs og afrit af starfsleyfi.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2020. Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

7.Geislagata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Steinunn M. Guðmundsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð húss nr. 9 við Geislagötu. Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla Eflu og teikningar eftir Steinunni M. Guðmundsdóttur. Jafnframt er samkvæmt nýju erindi dagsettu 28. janúar 2020 sótt um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir flóttastigahúsi á norðurhlið hússins, sbr. áður samþykktar teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin ný gögn 29. janúar 2020.
Bygginarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um lokafrágang brunahönnunar.

Umsækjandi skal skila tímasettri framkvæmdaáætlun vegna endurbóta sem gera þarf á húsinu í samræmi við brunahönnun hússins fyrir 1. maí 2020.

8.Skólastígur 4 - umsókn um skilti á mhl 03

Málsnúmer 2020010433Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2020 þar sem Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi fyrir skilti á vesturgafl gamla íþróttahússins Skólastíg 4, mhl 03. Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Meirihluti skipulagsráðs tók jákvætt í erindið á fundi sínum 29. janúar sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir uppsetningu skiltis sem þjónustuskilti. Ekki skal líða minna en 1 mínúta milli auglýsinga.

9.Tónatröð 6 (Spítalavegur 11) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 11 við Spítalaveg. Fyrirhugað er að breyta húsinu í einbýlishús með auka íbúðareiningu.

Fyrir liggur jákvæð umsög skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.