Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

500. fundur 09. júlí 2014 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Borgarhlíð 4, a-f - umsókn um skjólvegg

Málsnúmer 2014070029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2014 þar sem Sigríður B. Halldórsdóttir f.h. húsfélagsins Borgarhlíð 4 a-f, kt. 650568-4009, sækir um leyfi fyrir skjólvegg á lóðarmörkum Borgarhlíðar 2 og 4. Meðfylgjandi eru undirskriftir íbúa og nágranna.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hamragerði 3 - umsókn um garðskúr

Málsnúmer 2014070030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2014 þar sem Eyþór Ó. Bergmannsson sækir um leyfi fyrir garðskúr við Hamragerði 3. Meðfylgjandi er teikning og samþykki nágranna.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið, enda fari heildarhæð hússins ekki yfir 2,50 metra.

3.Eyrarlandsvegur, Sak C-álma - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Óskað er eftir heimild til að hefja niðurrif veggja í álmunni.

Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir niðurrifi í C-álmu skv. meðfylgjandi uppdrætti mótteknum 27. júní 2014. 

4.Gleráreyrar 1, rými 16-20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2014 þar sem Jóhannes Þórðarson f.h. Ldx19 ehf., kt. 420511-0270, sækir um breytingar í rýmum 16-20 á Glerártorgi, Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Björn Guðbrandsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Draupnisgata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2014 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Johann Rönning hf., kt. 670169-5459, sækir um tímabundið leyfi til þess að reisa stálgrindarskemmu á lóð nr. 2 við Draupnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2014 þar sem Rögnvaldur Harðarsson f.h. Árnes ehf., kt. 680803-2770, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Ósvör 2a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarsson og gátlisti. Innkomnar teikningar 27. júní 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Gata sólarinnar 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 2 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Brynjar Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Krossanes 4 mhl. 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2014 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Becromal Iceland ehf., kt. 590207-0120, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar teikningar og umsögn Umhverfisstofnunar 1. júlí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:00.