Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

505. fundur 21. ágúst 2014 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Njarðarnes 2 - umsókn um framkvæmdarfrest

Málsnúmer 2014080092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. ágúst 2014 þar sem eigendur við Njarðarnes 2 óska eftir fresti til þess að ljúka við lóðarfrágang og viðræður um frekari útfærslur eða tillögur um hugsanlegar breytingar þar á.

Lagt er til að eigendur komi til fundar við skipulagsstjóra til að ræða hugsanlegar breytingar á lóðarfrágangi. Einnig er gefinn sex mánaða frestur til að ljúka við lóðarfrágang.

2.Þórsvöllur - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2013070099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2014 þar sem Sigurður Freyr Sigurðsson f.h. Ungmennafélags Akureyrar, kt. 520692-2589, sækir um stöðuleyfi fyrir gáma við suðurenda áhorfendastúkunnar við Þórsvöll. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

3.Stekkjargerði 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sigursteins Ingvarssonar og Ingu Völu Magnúsdóttur sækir um leyfi til þess að byggja þakrými ofan á bílageymslu. Innkomnar teikningar 15. ágúst 2014 eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Eyrarlandsvegur, Sak C-álma - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014060216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um breytingar á C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Innkomin brunahönnun eftir Böðvar Tómasson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Gránufélagsgata 45 - umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2014080099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2014 þar sem SKG verktakar ehf., kt. 591199-2429, og Ösp trésmiðja sf., kt. 590279-0219, sækja um stöðuleyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóð nr. 45 við Gránufélagsgötu. Húsið verður flutt á lóð nr. 3 við Framnes í Blönduhlíð, Skagafirði. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

6.Tungusíða 26 - umsókn um kerrustæði

Málsnúmer 2014080065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 þar sem Soffía Reynisdóttir sækir um kerrustæði við Tungusíðu 26. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir kerrustæði innan lóðar eins og afstöðumynd sýnir, en ekki er talin þörf á lækkun á kantsteini. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Austurvegur 42 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014080047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2014 þar sem Baldur Ó. Svavarsson f.h. Jóhönnu Jónasdóttur sækir um breytingar á Austurvegi 42. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Jaðarstún 1-3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 1-3 við Jaðarstún.
Innkomnar teikningar 19. ágúst 2014 eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Jaðarstún 5-7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 5-7 við Jaðarstún.
Innkomnar teikningar 19. ágúst 2014 eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.