Málsnúmer 2015060019Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi dagsett 2. júní 2015 frá Ómari Kristinssyni formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir því að Sundlaug Akureyrar verði lokuð almenningi á meðan AMÍ-mót Sundsambands Íslands og Óðins fer fram í Sundlaug Akureyrar 25.- 28. júní næstkomandi.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og Árni Óðinsson varaformaður tók við fundarstjórn.
Sigurjón Jónasson Æ-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Rauði kross Íslands sem verður 10. liður á dagskrá og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.