Endurbætur á ÖA - Víði- og Furuhlíð

Málsnúmer 2013110216

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1177. fundur - 08.01.2014

Framkvæmdstjóri greindi frá beiðni til Fasteigna Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að gerð verði endurbóta-/viðhaldsáætlun fyrir Víði- og Furuhlíð, í samræmi við tillögu að langtímaáætlun ÖA.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1197. fundur - 26.11.2014

Lagt fram erindi dags 12. nóvember 2014 frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þar sem óskað er tilnefningar í verkefnisliðið um endurbæturnar. Tilnefning óskast frá Öldrunarheimilum Akureyrar og félagsmálaráði.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði til að Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður verði fulltrúi ÖA og að Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri verði fulltrúi félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð samþykkir tilnefningarnar.

Velferðarráð - 1218. fundur - 04.11.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar og minnisblað frá Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA dagsett 1. nóvember 2015, þar sem greint er frá niðurstöðum og kostnaðaráætlun fyrir endurbætur í Víði- og Furuhlíð. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umræðu í velferðarráði, sbr. bókun stjórnar FA þann 12. október 2015.

Á fundinn mættu Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sem fulltrúar ÖA og velferðarráðs í undirbúningshópi vegna endurbótanna.
Velferðarráð þakkar kynninguna og alla þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning endurbótanna fram til þessa.

Velferðarráð samþykkir þær áherslur sem endurbæturnar taka mið af en frestar ákvörðun um framkvæmdir til næsta fundar.

Velferðarráð - 1219. fundur - 18.11.2015

Tekið fyrir að nýju minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar og minnisblað framkvæmdastjóra ÖA dagsett 1. nóvember 2015, þar sem greint var frá niðurstöðum og kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Víði- og Furuhlíð.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umræðu í velferðarráði, sbr. bókun stjórnar FA þann 12. október 2015.
Einnig lögð fram þarfagreining sem unnin var á vegum vinnuhóps Fasteigna Akueyrarbæjar, ÖA og velferðarráðs um endurbæturnar.
Á fundinn mættu Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, sem fulltrúi ÖA og velferðarráðs í undirbúningshópi vegna endurbótanna og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs.
Samkvæmt framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar 2016 er framkvæmdum á Víði- og Furuhlíð frestað.

Velferðarráð - 1245. fundur - 18.01.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 15. janúar 2017 frá framkvæmdastjóra ÖA, Halldóri S Guðmundssyni, varðandi styrk Framkvæmdasjóðs aldraðra frá 2014 til endurbóta á Víði- og Furuhlíð.

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar kynnti málið.
Velferðarráð harmar að ekki skuli vera mögulegt að veita viðtöku styrk að fjárhæð 52 milljónir til endurbóta Víði- og Furuhlíðar þar sem ekki er gert ráð fyrir framlagi til framkvæmdanna í fjárhagsáætlun. Ráðið leggur áherslu á að Framkvæmdasjóður aldraðra verði upplýstur um stöðu máls. Velferðarráð hvetur til þess að unnin verði ný áætlun um endurbæturnar og að fjármögnunin verði tryggð þegar sótt verður um til Framkvæmdasjóðs aldraðra að nýju.