Tekið fyrir að nýju minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar og minnisblað framkvæmdastjóra ÖA dagsett 1. nóvember 2015, þar sem greint var frá niðurstöðum og kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Víði- og Furuhlíð.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umræðu í velferðarráði, sbr. bókun stjórnar FA þann 12. október 2015.
Einnig lögð fram þarfagreining sem unnin var á vegum vinnuhóps Fasteigna Akueyrarbæjar, ÖA og velferðarráðs um endurbæturnar.
Á fundinn mættu Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, sem fulltrúi ÖA og velferðarráðs í undirbúningshópi vegna endurbótanna og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs.