ÖA - velferð og tækni, velferðartækni

Málsnúmer 2013010215

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1158. fundur - 23.01.2013

Lagt fram minnisblað Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA dags. 21. janúar 2013 um tækni og velferð í öldrunarþjónustu.

Félagsmálaráð samþykkir stofnun starfshóps undir stjórn Halldórs Sigurðar Guðmundssonar með aðilum frá ÖA, HAK og búsetudeild.

Félagsmálaráð - 1162. fundur - 10.04.2013

Samherji styrkir ÖA.
Miðvikudaginn 27. mars 2013 veitti Samherji styrki til íþrótta- og tómstundastarfs og annarra samfélagsverkefna á Akureyri. Af því tilefni veitti Samherji fimm milljón króna styrk í verkefnið Velferð og tækni á Öldrunarheimilum Akureyrar. Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður Samherjasjóðsins afhenti styrkinn við athöfn sem fram fór í KA heimilinu. Hún gat þess í ávarpi sínu að með verkefninu væri stuðlað að bættri þjónustu og lífsgæðum íbúa á öldrunarheimilunum. Við afhendingu þessa rausnarlega styrks flutti framkvæmdastjóri ÖA góðar óskir og þakkir til stjórnenda og starfsfólks Samherja frá íbúum og starfsfólki ÖA.

Félagsmálaráð tekur undir þakkir framkvæmdastjóra.

Félagsmálaráð - 1174. fundur - 13.11.2013

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lýsti í stuttu máli stöðu mála á heimilinu. Farið var í stutta skoðunarferð um húsakynni samhliða fundi félagsmálaráðs á ÖA.

Félagsmálaráð þakkar upplýsingarnar.

Félagsmálaráð - 1178. fundur - 22.01.2014

Lagt fram minnisblað dags. 17.janúar 2014 þar sem lýst er þátttöku ÖA í undirbúningi og umfjöllun um velferðartækni. Velferðarráðuneytið hefur skipað starfshóp til að undirbúa stefnumörkun í velferðartækni í félagsþjónustu og er framkvæmdastjóri ÖA skipaður í hópinn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Jafnframt er greint frá að í undirbúningi sé ráðstefna um velferðartækni og nýsköpun, sem haldin verði á Akureyri dagana 5. og 6. júní 2014.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1179. fundur - 12.02.2014

Lagt fram minnisblað dags. 10. febrúar 2014 varðandi undirbúning að ráðstefnu um "nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu" sem halda á á Akureyri 5. og 6. júní nk.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með framtakið.

Félagsmálaráð - 1185. fundur - 14.05.2014

Lögð fram dagskrá ráðstefnu um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu sem haldin verður 4. og 5. júní nk.

Félagsmálaráð hvetur stjórnendur og starfsmenn til að sækja ráðstefnuna og lýsir yfir ánægju með framtakið.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi frá og kynnti undirbúning að uppsetningu á raddstýrðum neyðarhnappi sem verið er að setja upp á ÖA. Með þeim hætti er leitast við að bæta öryggi og um leið létta álagi af notanda og starfsfólki, vegna óvissu og endurtekinna heimsókna til eftirlits. Með þessum hætti ætti tæknileg lausn að auka lífsgæði.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, upplýsti um framvindu verkefnis um velferðartækni sem er samstarfsverkefni með velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. um kaup á skolbúnaði á salerni sem sett verða upp í dagþjálfun, skammtímadvöl og þjónustukjarna.

Í umsókn um verkefnið er líka gert ráð fyrir samstarfssamningi sveitarfélaganna sem er í undirbúningi.

Jafnframt lagði framkvæmdastjóri fram danska samantekt um velferðartækni, notagildi og hindranir út frá sjónarhóli notenda, starfsfólks og fjárhagslegs ávinnings, sem unnin er af 'SFI-det nationale forskningscenter for velfærd'.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, greindi stuttlega frá úttekt sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands vann að hjá ÖA í tengslum við styrkveitingu; og verkefnið Byrja-ekki bíða. Niðurstaða úttektar/athugunar NSM var að bæta þurfi sérstaklega þátt upplýsingamiðlunar um þau verkefni sem unnið er að. Út frá þessari niðurstöðu er hafin undirbúningur að útgáfu kynningarrits ÖA um nokkur þeirra þróunar- og nýsköpunar verkefna, sem hafa verið og eru í vinnslu. Kynningarritið verður unnið í samstarfi við fyrirtækið Borgarímynd sem einnig aflar auglýsinga til að kosta útgáfuna.