Bæjarráð

3346. fundur 10. janúar 2013 kl. 09:00 - 11:08 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.

1.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012020029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 802. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. desember 2012.

2.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 12. desember 2012.

3.Fundargerðir á heimasíðu Akureyrarbæjar - fylgigögn

Málsnúmer 2012121174Vakta málsnúmer

Farið yfir hvaða fylgigögn eiga að fylgja málum í fundargerðum fastanefnda sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

4.Fjármálaeftirlitið - reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja

Málsnúmer 2012080009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 17. desember 2012 frá Fjármálaeftirlitinu er varðar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja ásamt leiðbeinandi tilmælum um framkvæmd reglnanna.

5.Reykjavíkurborg viðræður

Málsnúmer 2013010038Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaðan fund fulltrúa Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar.

6.Bæjarráð - aukafundir 2013

Málsnúmer 2013010043Vakta málsnúmer

Rætt um aukafundi í bæjarráði vegna vinnu við langtímaáætlun.

7.Ráðningarsamningur við bæjarstjóra 2010

Málsnúmer 2010070056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra dags. 7. júní 2012.

Bæjarráð staðfestir viðaukann við ráðningarsamninginn.

Fundi slitið - kl. 11:08.