Skipulagsnefnd

143. fundur 12. september 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Árni Páll Jóhannsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi var auglýst þann 13. júní og var athugasemdafrestur til 26. júlí 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Sjö athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum bréfum og svör koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Umsagnir bárust frá:
1) Húsafriðunarnefnd dagsett 7. ágúst 2012.
2) Vegagerðinni dagsett 11. júlí 2012.

Tekið er tillit til hluta athugasemda. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012"

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi M. Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:

Í framhaldi af umræðum óska ég eftir að ákvæði um hús- og hverfisvernd verði skilgreind nánar í samræmi við starfsmarkmið sem fram koma í kafla 2.2.4 í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.


2.Deiliskipulag við Vestursíðu-Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Borgarbrautar og Vestursíðu var auglýst frá 11. júlí til 22. ágúst 2012 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst frá Húsfélagi Vestursíðu 5, dagsett 22. ágúst 2012.
a) Óskað er eftir að hljóðveggur meðfram Borgarbraut verði reistur samhliða framkvæmdunum.
b) Göngustígar á sameignarsvæði Vestursíðu 1-8 verði tengdir stígakerfi bæjarins.
c) Óskað er eftir gangbraut á gatnamót Vestursíðu og Bugðusíðu.
d) Óskað er eftir að gerðar verði ráðstafanir til að hraðatakmarkanir séu virtar á Bugðusíðu.
Umsagnir bárust frá:
1) Skipulagsstofnun dagsett 20. júlí 2012.
Stofnunin gerir ekki athugsemdir við umhverfismat deiliskipulagsins.
2) Umhverfisstofnun dagsett 30. ágúst 2012.
Stofnunin telur að hljóðvarnir komi til með að hafa mikil sjónræn áhrif og hvetur til þess að skoða betur útfærslur hljóðmana með tilliti til ásýndar.

Svör við athugasemdum:

a) Samkvæmt hljóðskýrslu er þörf á byggingu hljóðveggjar frá Bugðusíðu til norðurs meðfram Borgarbraut þegar gatan verður tekin í notkun og er það leiðrétt í greinargerð.

b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar að hluta og gerðar úrbætur á uppdrætti í samræmi við það. Ekki er hægt að verða við ósk um göngustígatengingu á sameignarsvæði við stígakerfi bæjarins á milli húsa nr. 6 og 8a þar sem rjúfa þarf hljóðvegg við Borgarbraut.

c) Gangbraut er á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu. Einnig er gangbraut á móts við stúdentagarðana við Kjalarsíðu 1 en uþb. 200 m eru á milli þessara gangbrauta og því ekki talin þörf á gangbraut við Vestursíðu að sinni eða þangað til að gangstígur verður gerður austan Bugðusíðu.

d) Samkvæmt hraðamælingu sem framkvæmdadeild gerði í mars 2011 er meðalhraði 34 - 36 km/klst. (85% ökutækja aka undir 40 km/klst.) á Bugðusíðu norðan við Vestursíðu sem er ásættanlegt miðað við að hámarkshraði er 30 km/klst. í götunni. 

Svar við umsögn Umhverfisstofnunar:

2) Hljóðmanir hafa verið endurskoðaðar og eru nú í samræmi við kröfur sem gerðar eru í hljóðskýrslu. Úrbætur hafa verið gerðar á uppdrætti.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Hlíðahverfi - deiliskipulag Höfðahlíð - Langahlíð

Málsnúmer 2011120040Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi neðsta hluta Hlíðahverfis, Höfðahlíð - Lönguhlíð, unna af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf., dagsetta 25. júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett í júlí 2012. Ekki er þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.KA svæði- Lundarskóli- Lundarsel - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011100022Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels dagsetta 10. september 2012, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingar á þéttbýlismörkum. Tillagan er dagsett 12. september 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagslýsing dagsett 27. júní 2012 var kynnt frá 11. júlí til 24. júlí 2012. Ein athugasemd barst dagsett 21. júlí 2012 frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. SS-Byggis þar sem fyrirhuguðum breytingum á þéttbýlismörkum er mótmælt. Bréf barst frá Skipulagsstofnun 23. júlí 2012 sem gerði ekki athugasemdir við efni framlagðrar lýsingar.

Innsendri athugasemd við skipulagslýsingu var vísað í vinnslu á tillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Þingvallastræti 25 - fyrirspurn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2012060203Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2012 þar sem Þorgeir Þorgeirsson f.h. Sveins Björnssonar og Hjördísar Gunnþórsdóttur sækir um stækkun á núverandi bílgeymslu að Þingvallastræti 25 um 25 ferm. með aðkomu frá Byggðavegi í stað Þingvallastrætis var sent í grenndarkynningu þann 31. júlí og lauk henni þann 28. ágúst 2012.
Eitt svar barst:
1) Einar Gunnarsson og María Jóhannsdóttir Þingvallastræti 27 og Guðmundur J. Jónasson og Dóra Gunnarsdóttir, Norðurbyggð 2, dagsett 25. ágúst 2012.
Þau gera ekki athugasemd við stækkun bílgeymslunnar en fara fram á að úrbætur verði gerðar vegna trjáa sem eru til ama á lóðamörkum Þingvallastrætis 25 og Norðurbyggðar 2, á norðurhorni bílastæðis Norðurbyggðar 2 og inni á lóð Þingvallastrætis 25.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.
Athugasemd vegna trjágróðurs á lóðarmörkum er vísað til verkefnisstjóra umhverfismála til nánari skoðunar. 

7.Þingvallastræti 10 - viðbygging

Málsnúmer 2012090012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja 59 fermetra viðbyggingu við húsið að Þingvallastræti 10. Meðfylgjandi er grunn- og afstöðuteikning eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

8.Naustahverfi 1. áfangi, Ásatún 12-14 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012070129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júlí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir heimild til að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni við Ásatún 12-14 þar sem íbúðum verði fjölgað úr 12 í 15 miðað við gildandi deiliskipulag. Drög að útfærslu íbúðanna fylgja á meðfylgjandi uppdráttum dagsettum 12. september 2012.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verði grenndarkynnt.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Naustahverfi 1. áfangi - Vörðutún 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um stækkun á byggingarreit að Vörðutúni 4 til að byggja sólskála við húsið. Meðfylgjandi er grunnmynd og afstöðumynd eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verði grenndarkynnt.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. ágúst 2012. Lögð var fram fundargerð 410. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. ágúst 2012. Lögð var fram fundargerð 411. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 5. september 2012. Lögð var fram fundargerð 412. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.