Rekstur íþróttamannvirkja - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 24. fundur - 15.02.2018

Lögð fram til kynningar samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur Hlíðarfjalls undanfarin ár.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir framlagt minnisblað og svaraði spurningum fundarmanna.
Frístundaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir greinargóð svör.

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Lögð fram til kynningar samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur sjö stærstu íþróttafélaganna á Akureyri sl. 10 ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 51. fundur - 06.03.2019

Lagðar fram til kynningar samantektir Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur Hlíðarfjalls, Sundlaugar Akureyrar og íþróttahúsa Akureyrarbæjar undanfarin ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 73. fundur - 04.03.2020

Lagðar fram til kynningar samantektir Karls Guðmundssonar verkefnastjóra á fjársýslusviði varðandi rekstur Hlíðarfjalls, Sundlaugar Akureyrar og íþróttahúsa Akureyrarbæjar undanfarin ár.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Formaður óskaði eftir fundarhléi kl. 13:20.

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum stærstu íþróttafélaga á Akureyri og settar upp í samanburði við fyrri ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni frístundaráðs og forstöðumanni íþróttamála að boða forsvarsmenn Fimleikafélags Akureyrar á fund sem fyrst og kalla eftir ársreikningi félagsins.

Frístundaráð - 82. fundur - 30.09.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum Fimleikafélags Akureyrar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir árið 2019 og í samanburði fyrri ára.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 97. fundur - 23.06.2021

Lagt fram til kynningar yfirlit þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum íþróttafélaga með rekstrar- og/eða þjónustusamning við Akureyrarbæ og settar upp í samanburði við fyrri ár.