Frístundaráð

24. fundur 15. febrúar 2018 kl. 12:00 - 13:59 Hlíðarfjall
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Guðmundur H Sigurðsson Æ-lista mætti í forföllum Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.

1.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson og Hulda Margrét Sveinsdóttir úr ungmennaráði og Linda Pálsdóttir starfsmaður ráðsins gerðu grein fyrir starfsemi ungmennaráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar þeim fyrir kynninguna.

2.Rekstur íþróttamannvirkja - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra varðandi rekstur Hlíðarfjalls undanfarin ár.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir framlagt minnisblað og svaraði spurningum fundarmanna.
Frístundaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir greinargóð svör.

3.Sundlaug Akureyrar - sundlaugargarður

Málsnúmer 2017100387Vakta málsnúmer

Kristján Snorrason fulltrúi frá umhverfis- og mannvirkjasviði mætti og gerði grein fyrir framkvæmdum á sundlaugarsvæðinu samanber bókun ráðsins 14. desember 2017.
Frístundaráð þakkar Kristjáni fyrir veittar upplýsingar um stöðu framkvæmda.

4.Jafnréttisráðstefna í Svíþjóð

Málsnúmer 2018020170Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir jafnréttisráðstefnu sem hann sótti til Karlstad í Svíþjóð.
Þórunn Sif Harðardóttir og Arnar Þór Jóhannsson véku af fundi kl. 13:40.

5.Jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi

Málsnúmer 2018020173Vakta málsnúmer

Til umræðu að gerð verði jafnréttisúttekt á starfsemi stærstu íþrótta- og tómstundafélaga á Akureyri.
Frístundaráð tekur jákvætt í að slík úttekt verði gerð. Er deildarstjóra íþróttamála og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 13:59.