Frístundaráð

82. fundur 30. september 2020 kl. 12:00 - 14:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samráðsfundir frístundaráðs og ungmennaráðs

Málsnúmer 2019030191Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skulu árlega haldnir samráðsfundir með frístundaráði.

Þura Björgvinsdóttir og Ísabella Ingvarsdóttir fulltrúar ungmennaráðs fóru yfir áherslumál ungmennaráðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð áréttar að þau ráð bæjarins þar sem ungmennaráð á ekki þegar fulltrúa að málefnum sem eiga við ungmennaráð sé vísað þangað til umræðu og umsagnar. Skipulagssvið fær hrós frá ungmennaráði fyrir að vísa málum til þeirra.

2.FÉLAK - skýrslur vegna starfsemi

Málsnúmer 2019060261Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi FÉLAK vorönn 2020.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Linda Björk Pálsdóttir og Anna Guðlaug Gísladóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið.

3.Félagsmiðstöðvar Akureyrar - starfsemi

Málsnúmer 2020090716Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Linda Björk Pálsdóttir og Anna Guðlaug Gísladóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu starfsemi félagsmiðstöðva.

4.Punkturinn - starfsemi

Málsnúmer 2020090715Vakta málsnúmer

Halla Birgisdóttir starfandi forstöðumaður tómstundamála kynnti starfsemi Punktsins og Víðilundar veturinn 2020 - 2021.

5.Íþróttabandalag Akureyrar - 64. ársþing ÍBA

Málsnúmer 2020090648Vakta málsnúmer

Þingboð á 64. ársþing ÍBA lagt fram til kynningar og tillögur að breytingum á lögum ÍBA lagðar fram til umræðu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Rekstur íþróttafélaga - samantektir frá Karli Guðmundssyni

Málsnúmer 2012050062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra þar sem búið er að taka saman helstu tölur úr ársreikningum Fimleikafélags Akureyrar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir árið 2019 og í samanburði fyrri ára.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

8.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstraryfirlit.

Fundi slitið - kl. 14:00.