SS Byggir ehf - gatnagerðargjöld vegna Hálanda

Málsnúmer 2012040094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3317. fundur - 26.04.2012

Erindi dags. 18. apríl 2012 frá Sigurði Sigurðssyni f.h. SS Byggis ehf þar sem óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar um hvort skylt sé að greiða gatnagerðargjöld vegna fyrirhugaðra bygginga á landi félagsins sem skipt hefur verið út úr landi Hlíðarenda og ber nú heitið Hálönd.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni, fjármálastjóra og skipulagsstjóra að leggja fram minnisblað um málið á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3318. fundur - 03.05.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 18. apríl 2012 frá Sigurði Sigurðssyni f.h. SS Byggis ehf þar sem óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar um hvort skylt sé að greiða gatnagerðargjöld vegna fyrirhugaðra bygginga á landi félagsins sem skipt hefur verið út úr landi Hlíðarenda og ber nú heitið Hálönd.
Bæjarráð fól bæjarlögmanni, fjármálastjóra og skipulagsstjóra að leggja fram minnisblað um málið á fundi sínum þann 26. apríl sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð telur að skylt sé að greiða gatnagerðargjöld vegna fyrirhugaðra bygginga og felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.

Bæjarráð - 3329. fundur - 23.08.2012

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. maí sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fór yfir málið.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi undir þessum lið.

Með vísan til réttaróvissu afturkallar bæjarráð ákvörðun sína dags. 3. maí 2012 um álagningu gatnagerðargjalds á fyrirhugaða byggingu sem veitt hefur verið byggingarleyfi fyrir að Hrímlandi 1 í landi Hálanda við Hlíðarfjallsveg.

Bæjarráð - 3391. fundur - 28.11.2013

Lagt fram erindi dags. 19. nóvember 2013 frá lögfræðistofunni Landslögum vegna breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 varðandi þéttbýlismörk og fleira.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu.