Bæjarráð

3317. fundur 26. apríl 2012 kl. 09:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.SS Byggir ehf - gatnagerðargjöld vegna Hálanda

Málsnúmer 2012040094Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. apríl 2012 frá Sigurði Sigurðssyni f.h. SS Byggis ehf þar sem óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar um hvort skylt sé að greiða gatnagerðargjöld vegna fyrirhugaðra bygginga á landi félagsins sem skipt hefur verið út úr landi Hlíðarenda og ber nú heitið Hálönd.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni, fjármálastjóra og skipulagsstjóra að leggja fram minnisblað um málið á næsta fundi bæjarráðs.

2.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - ársfundur 2012

Málsnúmer 2012040084Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. apríl 2012 frá Kára Arnóri Kárasyni framkvæmdastjóra f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins árið 2012. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. maí nk. að Strandgötu 3, Akureyri og hefst hann kl. 16:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

3.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012040085Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 17. apríl 2012 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar þann 4. maí nk. í Stássinu/Greifanum og hefst hann kl. 15:00.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

4.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012040100Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 15:00 í hafnarhúsinu við Fiskitanga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

5.Molta ehf - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012040120Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. apríl 2012 frá Eiði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Moltu ehf þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 7. maí 2012 að Hótel KEA, Akureyri og hefst hann kl. 14:00.

Bæjarráð felur formanni framkvæmdaráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

6.Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012040134Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. apríl 2012 frá stjórnarformanni Flokkun Eyjafjörður ehf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins mánudaginn 7. maí nk. kl. 15:00 á Hótel Kea.

Bæjarráð felur formanni framkvæmdaráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

7.Fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga - reglugerð

Málsnúmer 2012040068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól fjármálastjóra á fundi sínum þann 18. apríl sl. að semja drög að umsögn.
Fjármálastjóri fór yfir drögin.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að senda inn athugasemdir við reglugerðina.

8.Vinnuskóli 2012 - laun

Málsnúmer 2012040108Vakta málsnúmer

Umræða um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2012 hækki um 5% frá fyrra ári og verði sem hér segir:

8. bekkur (14 ára) kr. 356

9. bekkur (15 ára) kr. 407

10. bekkur (16 ára) kr. 536

Sú breyting er gerð frá fyrra ári að í stað þess að 10,17% orlof verði innifalið í tímakaupi er 10,17% orlof greitt til viðbótar við tímakaup.

Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:

Ég tel að laun í Vinnuskóla séu of lág og tel þörf á frekari hækkun.

Fundi slitið - kl. 10:40.