Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 97. fundur - 16.11.2011

Rætt um málefni Hjólabrettafélags Akureyrar, mögulegt samstarf við félagsmiðstöðvar og æfingaaðstöðu innandyra með eftirliti.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Gunnlaugur V. Guðmundsson umsjónarmaður félagsmiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með frumkvæði Hjólabrettafélagsins og óskar eftir samstarfi við íþróttaráð um málið.

Hlín Bolladóttir mætti til fundar kl. 18:13.

Íþróttaráð - 101. fundur - 24.11.2011

Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Gunnlaugur V. Guðmundsson umsjónarmaður félagsmiðstöðva mættu á fundinni og kynntu málefni Hjólabrettafélags Akureyrar, mögulegt samstarf við félagsmiðstöðvar og æfingaaðstöðu innandyra með eftirliti.

Íþróttaráð fagnar frumkvæði og áhuga Hjólabrettafélags Akureyrar á að koma upp inniaðstöðu fyrir starfsemi sína.

Íþróttaráð telur mikilvægt að slík starfsemi yrði undir umsjón félagsmiðstöðva samfélags- og mannréttindadeildar.

Íþróttaráð óskar eftir því að samfélags- og mannréttindadeild leggi fram sem fyrst frekari hugmyndir um rekstur og uppbyggingu á ofangreindri inniaðstöðu.

Íþróttaráð - 104. fundur - 26.01.2012

Erindi dags. 12. janúar 2012 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem farið er fram á styrk frá íþróttaráði að upphæð kr. 1.000.000 vegna húsaleigu fyrir æfingaaðstöðu.

Íþróttaráð samþykkir að veita Hjólabrettafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 600.000.

Samfélags- og mannréttindaráð - 101. fundur - 01.02.2012

Erindi dags. 12. janúar 2012 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir að félagsmiðstöðvarnar leggi til starfsmann til að sinna eftirliti í húsnæði félagsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að starfsmaður frá félagsmiðstöðvunum sinni eftirliti í húsnæði Hjólabrettafélagsins svo framarlega sem það rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Íþróttaráð - 111. fundur - 24.05.2012

Erindi ódags. frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna leigu húsnæðis.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð.

Íþróttaráð - 129. fundur - 11.04.2013

Erindi dags. 6. mars 2013 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til leigu húsnæðis fyrir starfsemi félagsins. Gunnlaugur Guðmundsson mætti á fundinn f.h. félagsins undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Gunnlaugi Guðmundssyni fyrir komuna á fundinn. Íþróttaráði líst vel á hugmyndir Hjólabrettafélags Akureyrar en getur því miður ekki orðið við erindinu og vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs.   

Samfélags- og mannréttindaráð - 125. fundur - 30.04.2013

Á fundi sínum 11. apríl sl. vísaði íþróttaráð eftirfarandi erindi til samfélags- og mannréttindaráðs: Erindi dags. 6. mars 2013 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til leigu húsnæðis fyrir starfsemi félagsins.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar erindinu til umræðu í tengslum við gerð langtímaáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir ráðið.