Íþróttaráð

111. fundur 24. maí 2012 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Samningar við íþróttafélög - yfirlit 2012

Málsnúmer 2012050166Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um stöðu samninga Akureyrarbæjar við íþróttafélög.
Karl Guðmundsson verkefnastjóri hjá hagþjónustu bæjarins kynnti yfirlitið.

Íþróttaráð þakkar Karli fyrir samantektina.

2.Kraftlyftingafélag Akureyrar - stuðningur til fjárfestinga á endurbættum keppnisbúnaði

Málsnúmer 2012040119Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 23. apríl 2012 frá Grétari Skúla Gunnarssyni f.h. Kraftlyftingafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á æfinga- og keppnisbúnaði.

Íþróttaráð samþykkir að veita Kraftlyftingafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 200.000.

3.Fimleikasamband Íslands - ósk um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla 1.- 6. ágúst 2012

Málsnúmer 2012050085Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. maí 2012 frá Birni Björnssyni og Birgi Björnssyni f.h. Fimleikasambands Íslands þar sem óskað er eftir æfingaaðstöðu í íþróttahúsi Giljaskóla fyrir landslið í hópfimleikum dagana 1.- 6. ágúst 2012. Jafnframt er óskað eftir gistingu fyrir liðin í Giljaskóla.

Íþróttaráð fagnar heimsókn landsliða Íslands í hópfimleikum til Akureyrar um Verslunarmannahelgina 2012. Íþróttaráð samþykkir beiðni Fimleikasambands Íslands um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla. Beiðni um gistingu í Giljaskóla er vísað til skólanefndar.

4.Afnot af Boganum fyrir þjóðhátíðarbílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar árið 2012

Málsnúmer 2012050117Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. maí 2012 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir þjóðhátíðarbílasýningu klúbbsins 16.- 17. júní 2012.

Íþróttaráð samþykkir beiðni Bílaklúbbs Akureyrar. Íþróttaráð minnir Bílaklúbb Akureyrar á að hafa gott samstarf við forstöðumann mannvirkisins og að hafa brunahönnun fyrir Bogann frá 15. júní 2011 til hliðsjónar við uppsetningu sýningarinnar.

Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi A-lista óskar bókað: Fótboltaiðkun og vélknúin ökutæki eiga ekki samleið í Boganum við óbreyttar aðstæður og ég hvet til að Boginn verði útbúinn með viðeigandi gólfefni svo hann standi undir nafni sem fjölnotahús.

Erlingur Kristjánsson B-lista vék af fundi kl. 15:15.

5.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna leigu húsnæðis.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð.

6.Hreystivöllur - 2012

Málsnúmer 2012050168Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá Daníel Björnssyni, Hafsteini Gauta Ágústssyni, Sigurði Seán Sigurðssyni og Steinþóri Árdal þar sem lagt er til að settur verði upp hreystivöllur á Akureyri.

Íþróttaráð þakkar innsent erindi en sambærilegt erindi hefur áður borist. Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að skoða málið í samstarfi við fulltrúa framkvæmdadeildar með það að markmiði að koma slíkum velli á framkvæmdaáætlun á næstu misserum.

7.Hollustuhættir á sund- og baðstöðum - reglugerð nr. 814/2010

Málsnúmer 2010110032Vakta málsnúmer

Rætt um aldurstakmörk að sund- og baðstöðum en skv. 14. gr. reglurgerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára og eldri.

Íþróttaráð skorar á umhverfisráðherra að endurskoða 14. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum þannig að börnum verði heimilt að fara ein í sund frá 1. júní þess árs sem þau verða 10 ára gömul enda hafi þau þá lokið tilskyldum sundprófum.

Fundi slitið - kl. 16:00.