Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 32. fundur - 07.11.2011

Fyrir fundinum lá tillaga að endurskoðuðum rammasamningi Háskólans á Akureyri og Akureyrarkaupstaðar um samstarf og samningi um þjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.
Núgildandi samningar voru undirritaðir árið 2008 og renna út 1. desember 2011. Samningarnir framlengjast til árs í senn hafi þeim ekki verið sagt upp fyrir samningslok.
Að fenginni reynslu og vegna breytinga sem orðið hafa í HA frá því að þessir samningar voru gerðir, eru tillögur að breytingum lagðar fram.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 7. nóvember 2011:
Fyrir fundinum lá tillaga að endurskoðuðum rammasamningi Háskólans á Akureyri og Akureyrarkaupstaðar um samstarf og samningi um þjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.
Núgildandi samningar voru undirritaðir árið 2008 og renna út 1. desember 2011. Samningarnir framlengjast til árs í senn hafi þeim ekki verið sagt upp fyrir samningslok.
Að fenginni reynslu og vegna breytinga sem orðið hafa í HA frá því að þessir samningar voru gerðir, eru tillögur að breytingum lagðar fram.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

Bæjarráð samþykkir samningana.

Skólanefnd - 1. fundur - 05.01.2015

Skólanefnd felur fræðslustjóra og formanni skólanefndar að yfirfara gildandi samning með fulltrúum háskólans. Jafnframt verði kallað eftir greinargerð um þau meginverkefni sem háskólinn hefur sinnt ásamt því að setja fram helstu áherslur í nýjum samningi sem gerður verður til þriggja ára.

Skólanefnd - 6. fundur - 16.03.2015

Rammasamningur Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri, skólaþróunardeildar.
Skólanefnd samþykkir endurnýjun samnings við Háskólann á Akureyri og vísar samningnum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3453. fundur - 26.03.2015

2. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 16. mars 2015:
Rammasamningur Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri, skólaþróunardeildar.
Skólanefnd samþykkir endurnýjun samnings við Háskólann á Akureyri og vísar samningnum til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

Fræðsluráð - 8. fundur - 19.03.2018

Í ljósi þess að verið er að endurskoða skólastefnu Akureyrarbæjar og nýlega búið að gera skipulagsbreytingar á fræðslusviði er ástæða til að samningur við Miðstöð skólaþróunar HA verði tekinn til endurskoðunar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að yfirfara gildandi samning með fulltrúum Háskólans með það fyrir augum að endurskoða framkvæmd hans.

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Á 8. fundi fræðsluráðs var sviðsstjóra falið að yfirfara gildandi rammasamning með fulltrúum Háskólans á Akureyri.

Skipaður hefur verið starfshópur með fulltrúum Akureyrarkaupstaðar og Háskólans á Akureyri sem hefur það hlutverk að endurskoða gildandi rammasamning milli aðila. Í hópnum situr fulltrúi MSHA, fulltrúi kennaradeildar HA og Karl Frímannsson sviðsstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Hópnum er ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní 2018.