Skólanefnd

6. fundur 16. mars 2015 kl. 13:00 - 15:00 Hríseyjarskóli
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Heimir Eggerz Jóhannsson mætti í forföllum Sædísar Ingu Ingimarsdóttur áheyrnarfulltrúa foreldra grunnskólabarna.
Siguróli Magni Sigurðsson tilkynnti óvænt forföll. Varamaður átti ekki kost á að mæta í hans stað.
Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna tilkynnti forföll vegna veikinda. Varamaður átti ekki kost á að mæta í hennar stað.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi tilkynnti forföll vegna veikinda.
Jón Baldvin Hannesson fulltrúi grunnskólastjóra tilkynnti forföll. Þórunn Arnórsdóttir sat fundinn í hans stað.

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Heimsókn í Hríseyjarskóla.
Þórunn Arnórsdóttir skólastjóri sýndi húsnæði skólans og kynnti starfsemina.
Skólanefnd þakkar Þórunni fyrir kynninguna.

2.Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017Vakta málsnúmer

Rammasamningur Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri, skólaþróunardeildar.
Skólanefnd samþykkir endurnýjun samnings við Háskólann á Akureyri og vísar samningnum til bæjarráðs.

3.Leikskólar - umsögn vegna grunnskólabarna

Málsnúmer 2009060024Vakta málsnúmer

Skil milli skólastiga.
Skólanefnd samþykkir samræmt skilaform sem ætlunin er að setja upp milli leik- og grunnskóla.
Fræðslustjóra falið að kanna athugasemdir sem fram komu á fundinum varðandi endanlegt form skilablaða.

4.Hollvinasamtök Húna II - samkomulag vegna verkefnisins Frá öngli í maga

Málsnúmer 2015030138Vakta málsnúmer

Skólanefnd samþykkir endurnýjaðan samning við Hollvini Húna varðandi skólaverkefnið Frá öngli í maga.

5.Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir skóladeildar um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050129Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns til búnaðarkaupa fyrir leik-, grunn- og Tónlistarskóla árið 2015.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.
Skólanefnd óskar þó eftir að stofnbúnaður fyrir nýja stjórnunarálmu í Naustaskóla verði tekinn af lista um endurbætur og færður undir stofnkostnað vegna skólans.

6.Kynjasamþætting og kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Stutt kynning á hugmyndafræði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð.

7.SAMTAKA - gjöf - seglar á ísskápa

Málsnúmer 2015030198Vakta málsnúmer

SAMTAKA samtök foreldrafélaga. Kynning á forvarnaverkefni.
Skólanefnd þakkar Heimi Eggerz Jóhannssyni fulltrúa SAMTAKA fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 15:00.