Skólanefnd

1. fundur 05. janúar 2015 kl. 13:30 Matsalur á 3. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir varaformaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fund
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá

1.Heimsóknir í skóla

Málsnúmer 2014080063Vakta málsnúmer

Heimsókn skólanefndar í leikskólana Tröllaborgir og Sunnuból. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Jakobína Elín Áskelsdóttir á Tröllaborgum og Hjördís Bjarkadóttir á Sunnubóli.
Skólanefnd þakkar fyrir góða kynningu.

2.Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

Málsnúmer 2011110017Vakta málsnúmer

Skólanefnd felur fræðslustjóra og formanni skólanefndar að yfirfara gildandi samning með fulltrúum háskólans. Jafnframt verði kallað eftir greinargerð um þau meginverkefni sem háskólinn hefur sinnt ásamt því að setja fram helstu áherslur í nýjum samningi sem gerður verður til þriggja ára.

3.Skólastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2014010001Vakta málsnúmer

Fræðslustjóra falið að ræða við háskólann um að stýra endurskoðun á skólastefnu. Stefnt að því að ný og endurskoðuð skólastefna verði tilbúin haustið 2016.

4.Skólamál - sýn og áherslur

Málsnúmer 2015010019Vakta málsnúmer

Almennar umræður um skólamál, sýn og áherslur.

5.Fundaáætlun skólanefndar 2015 - fyrri hluti árs

Málsnúmer 2014120031Vakta málsnúmer

Fundaáætlun skólanefndar árið 2015, fyrri hluti, lögð fram og samþykkt.

Fundi slitið.