Bæjarstjórn

3326. fundur 18. september 2012 kl. 16:00 - 17:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi var auglýst þann 13. júní og var athugasemdafrestur til 26. júlí 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Sjö athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum bréfum og svör koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Umsagnir bárust frá:
1) Húsafriðunarnefnd dags. 7. ágúst 2012.
2) Vegagerðinni dags. 11. júlí 2012.
Tekið er tillit til hluta athugasemda. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Fjaran og Innbærinn - athugasemdir og svör dags. 12.9.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tryggvi M. Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:
Í framhaldi af umræðum óska ég eftir að ákvæði um hús- og hverfisvernd verði skilgreind nánar í samræmi við starfsmarkmið sem fram koma í kafla 2.2.4 í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

2.Deiliskipulag við Vestursíðu - Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Tillaga að deiliskipulagi Borgarbrautar og Vestursíðu var auglýst frá 11. júlí til 22. ágúst 2012 í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst frá Húsfélagi Vestursíðu 5, dags. 22. ágúst 2012.
a) Óskað er eftir að hljóðveggur meðfram Borgarbraut verði reistur samhliða framkvæmdunum.
b) Göngustígar á sameignarsvæði Vestursíðu 1-8 verði tengdir stígakerfi bæjarins.
c) Óskað er eftir gangbraut á gatnamót Vestursíðu og Bugðusíðu.
d) Óskað er eftir að gerðar verði ráðstafanir til að hraðatakmarkanir séu virtar á Bugðusíðu.
Umsagnir bárust frá:
1) Skipulagsstofnun dags. 20. júlí 2012.
Stofnunin gerir ekki athugsemdir við umhverfismat deiliskipulagsins.
2) Umhverfisstofnun dags. 30. ágúst 2012.
Stofnunin telur að hljóðvarnir komi til með að hafa mikil sjónræn áhrif og hvetur til þess að skoða betur útfærslur hljóðmana með tilliti til ásýndar.
Svör við athugasemdum:
a) Samkvæmt hljóðskýrslu er þörf á byggingu hljóðveggjar frá Bugðusíðu til norðurs meðfram Borgarbraut þegar gatan verður tekin í notkun og er það leiðrétt í greinargerð.
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar að hluta og gerðar úrbætur á uppdrætti í samræmi við það. Ekki er hægt að verða við ósk um göngustígatengingu á sameignarsvæði við stígakerfi bæjarins á milli húsa nr. 6 og 8a þar sem rjúfa þarf hljóðvegg við Borgarbraut.
c) Gangbraut er á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu. Einnig er gangbraut á móts við stúdentagarðana við Kjalarsíðu 1 en uþb. 200 m eru á milli þessara gangbrauta og því ekki talin þörf á gangbraut við Vestursíðu að sinni eða þangað til að gangstígur verður gerður austan Bugðusíðu.
d) Samkvæmt hraðamælingu sem framkvæmdadeild gerði í mars 2011 er meðalhraði 34 - 36 km/klst. (85% ökutækja aka undir 40 km/klst.) á Bugðusíðu norðan við Vestursíðu sem er ásættanlegt miðað við að hámarkshraði er 30 km/klst. í götunni.
Svar við umsögn Umhverfisstofnunar:
2) Hljóðmanir hafa verið endurskoðaðar og eru nú í samræmi við kröfur sem gerðar eru í hljóðskýrslu. Úrbætur hafa verið gerðar á uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hlíðahverfi - deiliskipulag Höfðahlíð - Langahlíð

Málsnúmer 2011120040Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi neðsta hluta Hlíðahverfis, Höfðahlíð - Lönguhlíð, unna af Ágústi Hafsteinssyni frá arkitektastofunni Formi ehf, dags. 25. júlí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. í júlí 2012. Ekki er þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar nánast fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Oddur Helgi Halldórsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Logi Már Einarsson S-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.KA svæði - Lundarskóli - Lundarsel - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011100022Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels dags. 10. september 2012, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingar á þéttbýlismörkum. Tillagan er dags. 12. september 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagslýsing dags. 27. júní 2012 var kynnt frá 11. júlí til 24. júlí 2012. Ein athugasemd barst dags. 21. júlí 2012 frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. SS-Byggis þar sem fyrirhuguðum breytingum á þéttbýlismörkum er mótmælt. Bréf barst frá Skipulagsstofnun 23. júlí 2012 sem gerði ekki athugasemdir við efni framlagðrar lýsingar.
Innsendri athugasemd við skipulagslýsingu var vísað í vinnslu á tillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

6.Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - heiti nefndar, skipan og starfsskyldur

Málsnúmer 2011060100Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. september 2012:
Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar. Áður á dagskrá 2. nóvember 2011. Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.
Stjórnsýslunefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Lögð fram breytingartillaga við 4. gr. a) í Samþykkt fyrir samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra (erindisbréf) svohljóðandi:

Nefndina skipa fimm fulltrúar sem tilnefndir eru í upphafi kjörtímabils til fjögurra ára í senn. Bæjarstjórn skipar einn fulltrúa sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Skipulagsnefnd og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefna hvor sinn fulltrúa. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Sjálfsbjörg á Akureyri og Norðurlandsdeild Blindrafélagsins tilnefna tvo fulltrúa og skal annar þeirra vera varaformaður nefndarinnar. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt fyrir samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra ásamt breytingartillögu við 4. gr. a) með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Breytingar á nefndum og deildum - stjórnsýslunefnd

Málsnúmer 2011060015Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. september 2012:
Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram tillögu um að nefndin verði lögð niður og verkefni hennar falin bæjarráði.
Stjórnsýslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2012

Málsnúmer 2012020112Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. september 2012:
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaða lántöku og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lögð fram tillaga að bókun bæjarstjórnar vegna lántökunnar svohljóðandi:  Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð krónur 125.000.000 til 8 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við gatnagerð sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lánið er af endurlánafé frá Þróunarbanka Evrópuráðsins og skuldbindur lántaki sig til að veita upplýsingar um þau verkefni sem fjármögnuð eru skv. Viðauka III í lánssamningi en þau þurfa að rúmast innan skilyrða Þróunarbankans sbr. Viðauka II í lánssamningi. Jafnframt er Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Heimahjúkrun - reglur 2012

Málsnúmer 2012080066Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. september 2012:
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti drög að Reglum um heimahjúkrun hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar Reglur um heimahjúkrun hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 6. og 13. september 2012
Stjórnsýslunefnd 5. september 2012
Skipulagsnefnd 12. september 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 30. ágúst, 5. og 12. september 2012
Framkvæmdaráð 7. september 2012
Stjórn Akureyrarstofu 5. september

Fundi slitið - kl. 17:10.