100 ár liðin frá kosningu fyrstu konu í bæjarstjórn Akureyrar

Málsnúmer 2011010047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3257. fundur - 20.01.2011

Erindi dags. 6. janúar 2011 frá Kristínu Ástgeirsdóttur jafnréttisstýru Jafnréttisstofu þar sem bæjarstjórn Akureyrar er bent á þá sögulegu staðreynd að á þessu ári verða 100 ár liðin frá því að kona var fyrst kjörin í bæjarstjórn Akureyrar. Kristín Eggertsdóttir forstöðukona sjúkrahússins á Akureyri var kjörin af kvennalista.

Bæjarráð vísar málinu til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 80. fundur - 02.02.2011

8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 20. janúar 2011:
Erindi dags. 6. janúar 2011 frá Kristínu Ástgeirsdóttur jafnréttisstýru Jafnréttisstofu þar sem bæjarstjórn Akureyrar er bent á þá sögulegu staðreynd að á þessu ári verða 100 ár liðin frá því að kona var fyrst kjörin í bæjarstjórn Akureyrar. Bæjarráð vísar málinu til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir góða ábendingu og mun leita leiða til að minnast tímamótanna.

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

Á árinu 2011 eru liðin 100 ár frá því Kristín Eggertsdóttir var fyrst kvenna kjörin í bæjarstjórn Akureyrar. Kristín var forstöðukona sjúkrahússins á Akureyri og var kjörin af kvennalista.
Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og formaður samfélags- og mannréttindaráðs minntist tímamótanna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 89. fundur - 15.06.2011

Til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því Kristín Eggertsdóttir tók fyrst kvenna sæti í bæjarstjórn mun samfélags- og mannréttindaráð standa fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra á kvenréttindadaginn 19. júní nk. kl. 13:00 og ásamt fleirum standa fyrir kvennasögugöngu kl. 10:30 þennan sama dag.