Stjórn Akureyrarstofu

84. fundur 11. nóvember 2010 kl. 16:00 - 18:38 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Þórarinn Stefánsson
  • Sigrún Stefánsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2010

Málsnúmer 2010050062Vakta málsnúmer

María Sigurðardóttir leikhússtjóri og Egill Arnar Sigurþórsson framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar komu á fundinn gerðu grein fyrir starfsemi og rekstri félagsins. Farið var yfir aðsóknartölur, framtíðaráform og möguleg verkefni á næsta ári. Jafnframt var rætt um möguleika á aukinni samvinnu milli menningarstofnana í bænum. Fyrir liggur að gera þarf nýjan samning við Leikfélagið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu og Agli fyrir góða kynningu og gagnlegar umræður.

Stjórnin felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vinna að nýjum samningi við LA.

2.Myndlistarfélagið - samráðsfundur

Málsnúmer 2010090122Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr stjórn félagsins Laufey Margrét Pálsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Lárus H. List og Helgi Vilberg komu á fundinn til að ræða málefni myndlistar og myndlistarmanna á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar forsvarsmönnum Myndlistarfélagsins fyrir góðar umræður og felur þeim að tilnefna einn fulltrúa í vinnuhóp sem skila á tillögum fyrir endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar.

3.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2010

Málsnúmer 2010110047Vakta málsnúmer

Núgildandi samstarfssamningur rennur út á yfirstandandi ári og fyrir liggur að endurnýja hann. Rætt um stöðu málsins og helstu markmið í nýjum samningi af hálfu Akureyrarbæjar.

4.Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál - verkefnisstjóri

Málsnúmer 2010060120Vakta málsnúmer

Kynnt niðurstaða starfshópsins um ráðningu Sævars Péturssonar í starf verkefnastjóra atvinnumála.

Stjórn Akureyrarstofu býður Sævar Pétursson velkominn til starfa og fagnar auknum styrk til þess að sinna atvinnumálum og samvinnu við fyrirtæki í bænum.

5.Björgvinsfélagið - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010100118Vakta málsnúmer

Lagt erindi dags. 18. október 2010 frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. Björgvinsfélagsins þar sem vinsamlega er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki með 500.000 kr. framlagi þá viðburði og hátíðarhöld sem fram fara á næsta ári til minngar um tónskáldið Björgvin Guðmundsson.

Afgreiðslu frestað.

6.Félag safna og safnmanna - kynning á íslensku safnastarfi

Málsnúmer 2010100044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 20. september 2010 frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur f.h. stjórnar FÍSOS þar sem íslenskt safnastarf er kynnt og hvernig það snýr að sveitarstjórnarstiginu. Meðfylgjandi er safnabókin sem kom út sl. sumar. Þar er að finna upplýsingar um öll söfn á landinu auk upplýsinga um sýningar, setur og margvíslega menningarstarfsemi í landinu.

7.Flugsafn Íslands - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010110050Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. október 2010 frá Svanbirni Sigurðssyni þar sem óskað er eftir aukinni aðstoð Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu vegna þröngs fjárhagsramma fyrir árið 2011. Stjórnin telur nauðsynlegt að ríkið komi beint að rekstri safnsins enda tilgangur þess að varðveita flugsögu Íslands.

Fundi slitið - kl. 18:38.