Forvarnastefna - stofnun vinnuhóps

Málsnúmer 2007090104

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 71. fundur - 08.09.2010

Lögð fram tillaga um stofnun vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og óskar eftir tilnefningum frá skóladeild, fjölskyldudeild, heilsugæslustöð og Íþróttabandalagi Akureyrar.

Hlín Bolladóttir og Guðlaug Kristinsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs.

Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og umsjónarmaður forvarna munu starfa með hópnum.

Stefnt er að því að endurskoðun verði lokið fyrir áramót.

Samfélags- og mannréttindaráð - 71. fundur - 08.09.2010

Rætt um dansleiki sem haldnir eru á vegum ýmissa aðila fyrir unglinga á Akureyri.
Í tengslum við endurskoðun forvarnastefnu er fyrirhugað að setja reglur um ábyrgð og skyldur þeirra sem halda slíka dansleiki.

Samfélags- og mannréttindaráð - 73. fundur - 29.09.2010

Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun um fræðslu í forvarnamálum veturinn 2010-2011.

Samfélags- og mannréttindaráð felur Grétu Kristjánsdóttur umsjónarmanni forvarna að kynna áætlunina fyrir félagsmálaráði, íþróttaráði og skólanefnd. Ráðið telur það eðlilegt ferli áður en vinnuhópur um endurskoðun forvarnastefnu tekur til starfa.

Skólanefnd - 23. fundur - 11.10.2010

Á fundi sínum þann 8. september 2010 samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að óska eftir tilnefningu frá skóladeild í vinnuhóp vegna endurskoðunar á forvarnastefnu. Stefnt er að því að endurskoðuninni verði lokið fyrir næstu áramót.

Skólanefnd tilnefnir í vinnuhópinn Þuríði Sigurðardóttur verkefnisstjóra á skóladeild og Sædísi Gunnarsdóttur varamann í skólanefnd.

Íþróttaráð - 83. fundur - 02.12.2010

Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti aðgerðaáætlun forvarnastefnu Akueyrarbæjar.

Íþróttaráð þakkar Grétu fyrir kynninguna.

Félagsmálaráð - 1118. fundur - 09.02.2011

Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna kynnti aðgerðaráætlun fyrir árin 2010-2011 í forvarnamálum.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð þakkar góða kynningu.