Íþróttaráð

118. fundur 04. október 2012 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2013

Málsnúmer 2012080030Vakta málsnúmer

Beiðni frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls um aukið starfshlutfall starfsmanns til snjóflóðaeftirlits.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir beiðnina og felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.

2.Skíðasamband Íslands - samningur 2012

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Skíðasambands Íslands lagður fyrir íþróttaráð.

Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.

3.Uppbyggingarsamningur KA 2012

Málsnúmer 2012090220Vakta málsnúmer

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA lagður fyrir íþróttaráð.

Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.

Íþróttaráð skipar Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa íþróttaráðs í vinnuhópi Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

4.Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir Keiludeild Þórs

Málsnúmer 2012100003Vakta málsnúmer

Erindi dags. 26. september 2012 frá stjórn ÍBA varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir Keiludeild Þórs.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum frá ÍBA.

5.Íþróttabandalag Akureyrar - erindi frá Ungmennafélagi Akureyrar

Málsnúmer 2007010083Vakta málsnúmer

Erindi frá stjórn ÍBA dags. 24. september 2012 um bætta aðstöðu í Boganum fyrir frjálsar íþróttaæfingar.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum frá ÍBA.

6.Aðstaða fyrir júdó, taekwondo, glímu, karate, box og kraftlyftingar

Málsnúmer 2012100004Vakta málsnúmer

Erindi frá stjórn ÍBA dags. 24. september 2012 varðandi aðstöðu fyrir júdó, taekwondo, glímu, karate, box og kraftlyftingar.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum frá ÍBA.

7.Alþjóðlegt íþróttamót unglinga á Akureyri

Málsnúmer 2012100005Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. september 2012 frá stjórn ÍBA varðandi áhuga á að koma á Alþjóðlegu íþróttamóti fyrir unglinga á Akureyri.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum frá ÍBA.

Fundi slitið - kl. 16:00.